Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 93
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960
97
Fjalirnar 10, 11 og 12 tel ég annars rétt skilgreindar og hef ekki
miklu þar við að bæta. Það væri þá helzt eitt sérkenni á nr. 10, sem
höf. getur ekki um, á lárétta bandinu ofan við mannamyndirnar.
Hægra megin á fjölinni er band þetta með tveimur samsíða línum,
en vinstra megin með þremur. Þetta er merkilegt, og ég fæ ekki betur
séð en þar sem mætast tvöfalda og þrefalda bandið séu myndaskil,
og hafi lóðrétt band legið þar upp eftir. Þetta veitir þá nokkra
vitneskju um eitt smáatriði í reitaskiptingu verksins, sem halda þarf
til haga eins og öðru.
Þrátt fyrir þessar aðfinnslur mínar er ég í meginatriðum sammála
höf. um endursköpun myndarinnar, en tel að á einstaka stað hefði
mátt komast nær markinu. Skal ég nú víkja að myndinni í heild. Höf.
fullyrðir, að vinstra helmingi myndarinnar hafi verið skipt í reiti
með láréttum böndum, og það er laukrétt og auðséð. En jafnframt
vill hún endilega að hægra helmingi hafi ekki verið skipt á þann hátt,
og segir ekkert það á fjölum hægra helmingsins, sem til þess bendi,
og það þótt þeir séu miklu fleiri en hinir. Á þessum grundvelli vill
hún svo einkenna Bjarnastaðahlíðarmyndina sem eins konar kyn-
blending að því leyti, að henni hafi að nokkru leyti verið skipt í lá-
rétta reiti eins og t. d. í Torcello, en að sumu leyti verið reitaskipt-
ingarlaus eins og t. d. í Grec 74, og sé myndin ein um þennan tví-
skinnung. Þetta er allt óþarft, því að allar líkur benda til að hægra
helmingnum hafi einnig verið skipt í lárétta fleti alveg eins og hinum
vinstra. Ef við lítum á heildarmyndina nr. 39, sjáum við að svo vill
til, að enginn fjalarbútur hefur varðveitzt, sem á hefði mátt'vænta
milligerðarbanda. Þess vegna afsanna þessar tiltölulega mörgu fjalir
hægra helmings ekki, að þar hafi verið reitaskipting. Það bara vill
' svona til fyrir blábera tilviljun: Úr vinstra helmingi hafa varðveitzt
fáar fjalir, aðeins fjórar, en samt sýna þær nógsamlega, að þar var
lárétt reitaskipting. tJr hægra helmingi hafa varðveitzt margar fjal-
ir, eða 9, en samt geta þær ekki skorið úr um þetta atriði sín megin.
Hér er tilgangslaust að beita stærðfræðilegum hugsanagangi eins og
þessum: tJr því að lárétt bönd sjást á fáum bútum vinstra megin, en
ekki á mörgum hægra megin, þá hafa heldur engin bönd verið hægra
megin. Þetta er ekki rétt hugsað, það er blind tilviljun sem ræður því
hvað varðveitzt hefur úr hinum eða þessum helmingnum, og eins og
þegar er sagt hefur ekkert varðveitzt úr hægra helmingi, sem reyni
á það, hvort þar voru bönd eða ekki. Af almennum líkum er miklu
7