Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 95
RÆÐA VIÐ DOKTORSPRÓF 16. JANÚAR 1960
99
á þverþili í fornum skála, og skal ég ekki mikið að því finna, að öðru
leyti en því, að ég tel þau rök léttvæg, að láréttar þiljur bendi til þver-
veggjar, en lóðréttar til langveggjar. Þetta er órökstutt, og yfirleitt
er lítil byggingarsöguleg rannsókn í bókinni, enda má segja að það
sé rannsóknarefni út af fyrir sig. Ekki hefði þó sakað að nefna, að
þiljur þessar hafa verið gerðar með bolhústækni og eru jafnvel fyrir
það eitt merkilegar. En sleppum því. Mér finnst eins og höf. allt
benda til þess, að myndin hafi upphaflega verið á þverþili, en þá er-
um við bæði komin í mikinn háska, sem mér finnst höfundur ekki
gera sér nógu ljósan, því að ekki verður séð, að hún sé neitt smeyk
við 7,5 m breitt þverþil í skála sínum, og ekki lætur hún þess getið,
að nein eðlileg takmörk séu fyrir breidd húsa. En það er skemmst frá
að segja, að 7,5 m er meiri skálabreidd en þekkist úr nokkurri heim-
ild, þar með taldir allir uppgreftir (skálinn í Stöng er 5,5 m milli
stafa og þykir breiður), og meira að segja einn sá almesti skáli, sem
um getur í fornsögum, skálinn í Krossavík, sem var svo stór að hann
fékk eiganda sínum viðurnefnis, húslangur, var ekki nema 7 metrar
(14 álnir fornar). Skálinn með dómsdagsmyndinni hefur þurft að
vera til muna stærri en þetta stórhýsi, og finnst mér höfundur hafa
teflt hér á tæpt vað, og dýrleiki einhverrar jarðar á hundraðsvísu
gefur ekki nema mjög óverulega bendingu um breidd húsanna þar.
Þó verður að játa, að ekki eru fyrir hendi nógu miklar rannsóknir
til þess að fullyrða megi, að fornir skálar hafi alls ekki getað verið
7,5 m breiðir.
En nú hygg ég, að myndin hafi krafizt a. m. k. 8,5 metra breiddar
eða 1 m meira en höf. ætlar. Hvað ef það væri nú rétt? Þá hefur skál-
inn annaðhvort verið óvenju stór timburbygging eins og t. d. Trelle-
borg-húsin í Danmörku, sem þó eru ekki nema 8 m breið um miðju
og miklu mjórri til endanna, eða þessi mynd er ekki úr neinum skála,
heldur timburkirkju og henni stórri. Á miðöldum voru kirkjur á báð-
um þeim stöðum, sem um er að ræða, Bjarnastaðahlíð og Flatatungu,
og nefnir höf. kirkjuna í Tungu, en ekki hina. Við vitum ekki mikið
um þessar kirkjur, nema þær lögðust báðar af um siðaskipti. Ekki
þurfa þær að hafa verið smáar, því að báðar jarðirnar voru meiri
háttar, en bágt er að hugsa sér, að þar hafi getað verið svona risa-
stór guðshús. Og bezt er að segja það vafningalaust, að við vitum
fyrir víst um aðeins eitt hús á norðurlandi, sem rúmað gæti mynd af
þessari stærð á þvervegg: dómkirkjuna á Hólum. Við vitum raunar
ekki, hversu stórar venjulegar sóknarkirkjur voru. en við vitum með