Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 100
104
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ég hef lítið talað um þjóðsagnapersónuna Þórð hreðu, nefni það
eitt að engin sönnun er fyrir því að útskurður hafi verið í þeim Flata-
tunguskála, sem getið er um í Þórðar sögu, þó að hitt sé tekið fram,
að hann hafi verið vel smíðaður og sterkur, endingargóður. Ekki skil
ég hvernig höf. sér, að ritari sögunnar hafi ekki séð Flatatunguskál-
ann. Mér þykir miklu líklegra, að hann hafi séð hann.
6
Ég mun nú senn ljúka máli mínu, þó að margt sé fleira, sem þess
væri virði að um væri rætt. Má þar til dæmis nefna síðasta kafla
bókarinnar, þar sem höfundur gerir tilraun til að sýna með hvaða
hætti fyrirmynd dómsdagsmyndarinnar muni hafa borizt til íslands.
Margt mætti um það segja, hvort höf. hefur tekizt að gera það senni-
legt, að hinir ermsku biskupar eigi hér einhvern hlut að máli, en mér
þykir því minni ástæða til að tala um þetta atriði, sem líkurnar eru
minni til þess að nokkurn tíma verði úr því skorið. Ég lít á þennan
kafla bókarinnar sem lauslega tilraun til þess að benda á einn þann
farveg, sem fyrirmyndin kynni að hafa borizt eftir til íslands, og
efast ekki um að höfundur veit sjálfur, hve mikið vantar hér á að
hægt sé að færa sönnur á þetta mál og að margar aðrar leiðir og sam-
bönd á 11. öld koma einnig til greina. Höf. hefði mátt segja þetta
skýrari orðum, en það liggur hverjum manni í augum uppi, að hér er
margra kosta völ, og ekki einsýnt, hvern taka skal. En það kemur enn
fram í þessum síðasta kafla bókarinnar, sem er nokkurt einkenni á
þessu verki í heild, að viðfangsefnið er lagt fyrir svo sem væri það
einfaldara en það er. Höfundurinn er ekki tortrygginn eða mikið
fyrir það gefinn að rengja sjálfan sig eða aðra í því skyni, ef verða
mætti, að finna við það eitthvert nýtt sannleikskorn. Verkið hefði
grætt á því sem vísindarit, ef höfundurinn hefði þreifað meira í
kringum efnið, velt því á fleiri vegu og reynt að grandskoða fleiri
hliðar. Hins vegar hefði það sízt orðið læsilegra og naumast eins
áhrifamikið eins og það nú er, með þessari nokkuð einhæfu markvísi
sinni.
Ég hef verið nokkuð langorður og mest notað tíma minn til þess að
benda á veilur í verki höfundar. Eins löngum tíma og meira til gæti
ég varið til þess að segja frá því, sem ég er höfundi sammála um og
það sem vel hefur tekizt. En sá tími væri illa notaður, og sjálfur hef
ég þegar sýnt, hvers ég met kosti þessarar rannsóknar með því að