Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Page 111
ISLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 SÖFNUM Á NORÐURLÖNDUM
115
5. Áletrun engin.
6. Innfærsla: 1888. Keypt af hr. adjunkt Feddersen, Kaupmanna-
höfn (kr. 10,—).
KISTLAR
1. E. 2395. (HMB) Kistill úr furu. Lok handraðans úr beyki.
Negldur saman með trétöppum. Lokið er flatt, okar undir endunum
við gaflana. Ummerki eftir járnhjarir og lás. Skráargat með járn-
flugu á framhlið. Handraði. L. 48,5. Br. 23. Hæð um 20.
2. Hjarir og lás vantar. Kistillinn er dálítið sprunginn, og það
hafa dottið úr honum flísar. Fremri brún loksins hefur losnað við
langa sprungu eftir því endilöngu. Brúninni hefur svo verið skeytt
við með trénöglum, en þeir halda ekki. Ómálaður.
3. Útskurður á loki og öllum f jórum hliðum, Meðfram öllum brún-
um á loki og langhliðum liggja bekkir með kílskurði. Annars jurta-
skrautverk og upphleypt verkan. Skurðurinn allt að 1 sm á dýpt.
Sams konar munstur á framhlið og loki. Jurtaskrautverk, sem deilist
á flötinn eftir reglubundinni og samhverfri tilhögun. Stönglar, einna
líkastir böndum, 1—2 sm á breidd, mynda þríhyrning á hvora hönd
og ferhyrning á miðju og liggja eins og rammi meðfram jöðrum flat-
arins. Að öðru leyti er uppfylling gerð úr stórum fjórskiptum blöð-
um, sem eru skreytt með ýmiss konar skurði og rúðustrikum, og úr
öðrum blaða- og blómaformum. Bæði stönglar og blaðflipar hafa
innri útlínur, þverbönd og kílskurð. Á bakhlið ganga tveir stönglar
út frá miðju ofan til og mynda vafninga, sinn á hvorri hlið. í hvorum
vafningi um sig er undningur og margir blaðflipar með ýmiss konar
skurði. Á miðju, milli stönglanna tveggja, stendur A° og ártal, innan
við bekki. Á hvorum gafli er höfðaleturslína meðfram efri og neðri
brún. Milli þeirra S-laga teinungsbútur með klofnu blaði í hverri
beygju. — Vel og snyrtilega unnið.
4. 1783.
5. Höfðaleturslína: gudru otter
n/ionsd a/kistil
6. Engar upplýsingar í skránni.