Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 135
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1959
Almenn störf. Starfsmannalið safnsins var hið sama og á síðast-
liðnu ári, en hinn 6. september varð Tryggvi Samúelsson húsvörður
sjötugur, og lét af störfum um áramótin. Ekki hafa enn verið gerðar
ráðstafanir til að ráða annan húsvörð, enda mun Guðmundur Þor-
steinsson frá Lundi verða á safninu framan af árinu 1960, og getur
hann þá gegnt húsvarðarstarfinu á meðan. Með vori þarf þó væntan-
lega að ráða nýjan húsvörð.
Ætlunin hafði verið að taka geymslur safnsins til alhliða endur-
skoðunar, þegar flutt yrði úr því húsrými, sem Náttúrugripasafnið
hefur haft hér í húsinu um margra ára skeið. En svo fór, að ekkert
eða svo til ekkert endurheimtist að sinni af þessu húsrými. Eðlisfræði-
stofnun háskólans fluttist undir árslokin í þær stofur, sem verið höfðu
skrifstofur Náttúrugripasafnsins, en geymslum sínum í austanverðu
húsinu heldur það að mestu. Þessi málalok eru mjög óhagstæð Þjóð-
minjasafninu og fullkomin rifting loforða, sem gefin voru þegar Nátt-
úrugripasafnið flutti hingað inn, að Þjóðminjasafnið skyldi skilyrðis-
laust fá húsrými Náttúrugripasafnsins, þegar úr rættist um húsnæði
handa því. Eins og nú er komið er helzt útlit fyrir, að Þjóðminja-
safnið fái aldrei umráð yfir þessum hluta af húsi sínu. Því hefur á
síðustu mánuðum þessa árs verið reynt að ráða fram úr geymslu-
vandræðum safnsins við þau skilyrði, sem fyrir hendi eru. Tvö all-
stór herbergi í turni hafa verið tekin til þessarar notkunar, annað
fyrir sérsöfn nokkur, sem geymd eru, svo og húsgögn og stærri hluti,
en hin fyrir fatnað, vefnað og útsaum og yfirleitt allar kvenlegar
iðnir. Þar með er talinn kirkjuskrúði allur, og verður í þessari stofu
ágæt aðstaða til að rannsaka þessa hluti. I árslokin er þó enn mjög
óséð fram úr geymsluvandræðum safnsins, en áfram verður unnið
að því máli á árinu 1960.
Þorkell Grímsson hefur á árinu skrásett og að nokkru endurskoðað
skrásetningu safnauka frá árunum 1947, 1948, 1949 og 1950 og sett