Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Blaðsíða 137
SKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1959
141
son, Narfeyri, 4 eiryottar, gefendur Gestur Guðmundsson, Ytri-
Rauðamel, og Thor R. Thors, medalía sem Napoleon prins gaf Jóni
Guðmundssyni ritstjóra, gefandi Sigurður Nordal prófessor, ýmsir
merkir munir, gefandi Guðrún Thorlacius frá Bæ á Rauðasandi,
brjóstlíkan af Jóni Sveinssyni rithöfundi, gefandi Herder-forlag,
afh. af menntamálaráðuneytinu. Keypt var teikning af Grími Thom-
sen eftir Sigurð málara og vangamynd Jóns Sigurðssonar eftir Guð-
mund Einarsson frá Miðdal. — Safnaukinn á þessu ári er með meira
móti að vöxtum.
Vaxmyndasafnið. Enn sem fyrri var Vaxmyndasafnið opið á sama
tíma og aðrar safndeildir. Gestafjöldi var 8239, svo að aðsóknin er
alltaf söm og jöfn.
Örnefnasöfnun. Ari Gíslason örnefnasafnari skilaði fullfrágengnu
handriti yfir fjóra vestustu hreppa Suður-Þingeyjarsýslu, alls 425
bls. Undirbjó söfnun í fjórum nyrztu hreppum Norður-Múlasýslu.
Gerði síðustu leit og endurskoðun í öllum hreppum Suður-Þingeyjar-
sýslu austan Ljósavatnsskarðs, og er langt kominn að ganga frá
handriti um þá.
Viðhald gamalla húsa. Saurbæjarkirkja í Eyjafirði hefur nú verið
tekin á fornleifaskrá, og var henni á þessu sumri helguð mesta vinn-
an. Voru þar að verki sömu menn og áður hafa verið á Grenjaðar-
stað og í Laufási, undir forustu Sigurðar Egilssonar, en Guðmundur
Þorsteinsson var ekki með honum í sumar. Teknar voru allar gömlu
moldirnar frá kirkjunni og gerðar að nýju, grind öll og súð yfirfarin
og skoðuð í krók og kring og bætt eftir því sem þurfti. Smávegis var
fært til upphaflegs vegar svo sem gluggi yfir prédikunarstól, enn
fremur var skipt um prédikunarstól, þar sem sá er var þótti mjög
óheppilegur og ósamkvæmur stíl kirkjunnar. í hans stað var settur
prédikunarstóll, sem áður var í Þönglabakkakirkju, og fer hann bet-
ur, þó að hann sé ekkert listaverk. Ætlunin er að setja af nýju pílára
í kirkjuna milli kórs og kirkju, og fara eftir gömlum pílára úr Saur-
bæjarkirkju (Þjms. 1081), sem þó er eldri en þetta kirkjuhús. Þessu
er ekki enn lokið, enda á eftir enn að gera nokkuð við kirkjuna hið
innra, en hið ytra er hún alveg frágengin og lítur vel út. Það er mikil
furða, hve lítið fúnir viðirnir eru, því að þeir eru nú aldargamlir,
kirkjan byggð 1858.
Sigurður Egilsson gerði enn nokkrar endurbætur á Laufásbænum,
og er hann nú fullfrágenginn og mjög fallegur á að líta. Enn hefur
ekki verið ákveðið, hversu með hann skuli farið í framtíð, því að