Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Enn fremur gat formaður þess, að Árbók 1957 — 58 hefði komið út í fyrra, en
nú væri eftir nokkra daga von Árbókar 1959, og væru þetta hvort tveggja
myndarlegar bækur.
Næst fór fram kosning embættismanna. Formaður var kosinn Matthías Þórðar-
son, skrifari Kristján Eldjárn, féhirðir Gísli Gestsson. Varastjórn og fulltrúar
voru endurkjörnir, svo og endurskoðendur báðir.
Þessu næst gerði skrifari grein fyrir þeirri aðgerð stjórnarinnar að hækka
ái'gjald félagsins upp í kr. 40.00, svo sem félagsmönnum hefur þegar verið til-
kynnt á spjaldi. Bar formaður þessa aðgerð undir fundarmenn, og voru þeir á
einu máli um að samþykkja hana.
Þá skýrði skrifari frá því, að stjórnin hefði mikinn áhuga á að fjölga félags-
mönnum, og gat þess í því sambandi, að forstjóri Bókaútgáfu Menningarsjóðs
Gils Guðmundsson hefði boðizt til að neyta sambanda sinna til þess að kynna
Árbókina og fornleifafélagið og bjóða mönnum að gerast félagar.
Gils Guðmundsson lagði fram tvíblöðung og boðskort, sem hann ætlar á næst-
unni að senda inn á 6000 heimili, sem bókaútgáfa hans stendur í sambandi við.
Formaður þakkaði Gils Guðmundssyni þessa miklu velvild og fyrirgreiðslu,
og tóku fundarmenn undir það.
Að lokum skýrði skrifari nokkuð frá hinu nýja hefti Ái'bókar og fyrirætlunum
í sambandi við framtíð bókarinnar.
Fleira gerðist ekki á fundinum.
Matthías Þórðarson.
Kristján Eldjárn.
STJÓRN FORNLEIFAFÉLAGSINS
Embættismenn, kjörnir á aðalfundi 1959:
Formaður: Dr. Matthías Þórðarson, prófessor h. c.
Skrifari: Dr. Kristjón Eldjárn þjóðminjavörður.
Féhirðir: Gísli Gestsson safnvörður.
Endurskoðunarmenn: Dr. Þorsteinn Þorsteinsson
og Theódór Líndal prófessor.
Varaformaður: Dr. Ólafur Lárusson prófessor.
Varaskrifari: Jón Steffensen prófessor.
Varaféhirðir: Snæbjörn Jónsson skjalaþýðari.
Fulltrúar:
Til aðalfundar 1961:
Jón Ásbjörnsson hæstaréttardómari.
Dr. Ólafur Lárusson prófessor.
Jón Steffensen prófessor.