Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
síðar. Kenna mætti Ólaf Þórarinsson við þrjá bæi, jafnvel fleiri ef nriða
skal við upphaf og endi æviferils. Ég hef kosið að kenna hann við
Hnausa í Meðallandi í aðalfyrirsögn þessarar ritgerðar. Ræður þar
mestu um að án Hnausabóndans Eyjólfs Eyjólfssonar hcfði hún aldrei
orðið til af minni hendi. Skaftfellingar nrega vel við una að hafa gefið
þjóðinni þennan listamann, Ólaf Þórarinsson, á myrkum tíma í sögu
hennar.
Maðurinn og bóndinn
Hverrar ættar er maðurinn? Þannig var löngum spurt er menn hittust
á förnum vegi. Satt bcst að segja þá hefur ætt Ólafs Þórarinssonar vald-
ið mér mciri heilabrotum en verk hans. Orsökin er mikil eyðing kirkju-
bóka og skjala Skaftfellinga frá 18. öld. í riti Björns Magnússonar próf-
essors Vestur-Skaftfellingar I—IV segir m.a. um Ólaf: „Ólafur Þórarins-
son, f. 1768 í Rofabæ... For.: Þórarinn Ólafsson, f. 1707, og Rannveig
Ingimundardóttir, seinni kona hans, f. 1732.“ Um móðernið er hér
enginn vafi, sæmilega glöggar heimildir eru til um Rannveigu. Ákvörð-
unin um föðurinn Þórarin byggist hinsvegar á því einu að svo vill til að
manntalsárið 1762, og raunar lengur, býr Þórarinn Ólafsson í Rofabæ
og 1784 býr Rannveig í Rofabæ nreð börnum sínum tveimur, Kristínu
og Ólafi. Þetta væri gott og blessað ef ekki vildi svo til að annar Þór-
arinn situr að búi í Rofabæ eftir Þórarin Ólafsson og vant að meta hvor
er rétthærri í faðerni Ólafs.
Manntalið 1762 greinir Þórarin Ólafsson 56 ára, konu hans á sama
aldri og dóttur 18 ára. Þetta er vel virtur bóndi, tekinn sem vitni á
manntalsþingum Lýðs Guðmundssonar sýslumanns og skrifar nafn sitt
skýrum, áferðargóðum bókstöfum. Þórarinn er enn á lífi 1769. Kristín
Þórarinsdóttir er sanrkvæmt flestum heimildum fædd 1762, hugsanlega
1761 og getur því ekki verið hjónabandsbarn Þórarins Ólafssonar.
Árin 1777-1779 er gerð jarðabók urn klaustragóssið í Skaftafellssýslu.
Þá býr í Rofabæ Þórarinn Jónsson og kynni að vera nraður með því
nafni er deyr í Ytri—Ásum 1779, öllu fremur en alnafni hans sem býr á
svipuðum tíma uppi í Hlíð í Skaftártungu. Rannveig Ingimundardóttir
verður með engri vissu færð í hjúskaparstétt til þessara Rofabæjar-
bænda.
Árið 1762 býr í Reynissókn í Mýrdal rnaður að nafni Þórarinn Ei-
ríksson, f. 1714, giftur konu sem fædd cr um 1730 og eiga þau eina
dóttur sem fædd er 1761. Aldur þeirra mæðgna kernur nokkurn veginn
saman við aldur Rannveigar Ingimundardóttur og Kristínar Þórarins-
dóttur. Þarna vakna spurningar til lífs. Þórarinn Eiríksson býr væntan-