Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 5
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
9
lega á Hellum 1762, næstur bænda þar cftir sr. Jón Steingrímsson.
Guðný dóttir sr. Jóns er fædd á Hellum 1757. Þremur áratugum seinna
er Rannveig Ingimundardóttir með Ólafi syni sínum í sambýli með
Guðnýju og sr. Jóni Jónssyni á Lyngum í Meðallandi. Páll sonur Guð-
nýjar og sr. Jóns er í fóstri hjá Rannveigu fyrsta æviár sitt 1793. Er þetta
e.t.v. tengt gömlum kynnum úr Reynishvcrfi? Jón nokkur Eiríksson er
ásamt konu sinni í húsmennsku hjá Ólafi á Hnausum í 7 ár um alda-
mótin 1800. Jón var ráðsmaður hjá sr. Jóni Steingrímssyni á Prests-
bakka 1783-1784, kominn frá búhokri í Álftaveri, „hagleiksmaður á tré
og járn.“ Ætt hans er ókunn. Hvernig stendur á dvöl hans á Hnausum?
Var hann e.t.v. föðurbróðir húsbóndans? Báðir eru hagir í höndum.
Manntalið 1801 segir þau hjón, Jón og konu hans, lifa að mestum hluta
á góðvilja bóndans. Jón Eiríksson og Eiríkur Sighvatsson frá Höfða-
brekku eru guðfeðgar Þórarins Ólafssonar á Hnausum árið 1800. Ætt
Eiríks er ókunn en Ólaf átti hann fyrir son. Hér sem víðar mætir þögn
spurningum.
Enn einn Þórarinn kemur hér til álita: Tvær systur, Steinunn og
Emerentiana, Davíðsdætur, áttu tal saman á Syðri—Steinsmýri í Meðal-
landi laust fyrir 1930. Steinunn bjó með Ólafi Ólafssyni (f. 1830), son-
arsyni Ólafs Þórarinssonar. Þær systur töluðu um ætt Rofabæjarsyst-
kina, Kristínar og Ólafs, og sögðu þau börn Þórarins ísleikssonar í Skál
á Síðu (1742-1823). Steinunn var fædd 10 árum eftir lát Ólafs, fróð-
leiksbrunnur að vitni allra er hana þekktu. Þórarinn í Skál tók á cfri
árum framhjá konu sinni og er þá fært til bókar að það sé “lians 1. bór-
dómsbrot að undangengnum 3 frillulífisbrotum.“ Þórarinn mun hafa
gifst árið 1770 svo þess vegna getur sem best skeð að Kristín og Ólafur
séu tvö þeirra þriggja barna sem hann eignaðist á lausamennskuárum
sínum. Um þetta Hggja ekki frekari heimildir á lausu en víst kunna þær
að leynast í skjalahillum Þjóðskjalasafnsins.
Rannveig Ingimundardóttir stígur með líkum hætti fram úr rökkri
þjóðarsögunnar og börn hennar. í ritinu Vestur-Skaftfellingar I—IV er
engin grein gerð fyrir ætt hennar cn hér skulu því gcrðir skór að afi
hennar og amma hafi verið Jón Ingimundarson og Kristín Jónsdóttir
sem bjuggu á Ytri—Dal í Fljótshvcrfi árið 1703, Jón 35 ára, Kristín 37
ára. Meðal barna þeirra er Ingimundur, 5 ára. Heldur styður þetta sú
staðreynd að Rannveig og bróðir hennar, Jón, koma bæði upp Kristín-
arnafni. Allt er ókunnugt um ævi og bústað Ingimundar Jónssonar.
Maður með því nafni er bóndi í Hátúnum í Landbroti 1720 en virðist
fullsnemma í tíma miðað við aldur Rannveigar og systkina hennar. Lík-
legt má telja að kona Ingimundar hafi hcitið Ragnhildur. Jón Ingimund-