Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 7
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
11
23JI September sama ár. Brúðgumans svaramaður Halldór Jónsson frá
Steinsmýri en hennar svaramaður velforstandugur systurmaður
Ásgrímur Pálsson.
Fjárlag þessara hjónaefna í millum, fastsett fyrir festardag, nefnilega
helmingafélag. Bróðurlóð og morgungjöf 20 rd til Spesíe, skyldu
hvorutveggja falla til þess sem lengur lifir yrði ci lífserfingja auðið en
annars, ef auðið yrði, eftir lagafyrirmælum. Til staðfestu hlutaðeigenda
nöfn og kaupvotta nöfn. Ut supra.“
Næstu 8 árin búa ungu hjónin á Hnausum, gera skyldu sína í því að
uppfylla jörðina og njóta vaxandi virðingar. Manntalið 1801 sker úr um
það að Ólafur er þegar orðinn viðurkenndur þjóðhagi, fær einn allra
Skaftfellinga á þessum tíma umsögnina „fornemme smid.“ Premur
árum seinna er hann skráður monsjör og kona hans madame í sóknar-
nrannatali. Aukið hefur það á virðingu Sigríðar að hún var ljósmóðir og
átti ljósubörn á prestssetrinu.
Árið 1804 er ráðinn flutningur fjölskyldunnar á Hnausum upp að
Hólmi í Landbroti en að Hnausum flytur sr. Jón Jónsson í Langholti
með fjölskyldu sína. í ársbyrjun 1804 skrifar Ólafur á Hnausum brcf til
Ludvig Erichsen stiftamtmanns í Reykjavík um efni sem inaður að
óreyndu hefði ætlað að hann vissi góð skil á, en einhverjir maðkar hafa
sennilega verið í mysunni. Petta er eina bréfið sem ég þekki frá Ólafi
og tek það því upp í heild:
„Háeðla, hávelborni Stiftamtmann! í stærðstu undirgefni vildi ég hafa
fyrirspurt frá yðar hávelborinheit hvörsu margir rígsdalir að hafi verið
tillagðir til þeirrar jarðar Hnausa innan Mcðallandssóknar sem hinn
yfirgrasserandi eldur eyðilagði, til þess þeir aftur yrðu uppbyggðir af
þeim sem það vildu og sér þar til treystu með tillögðum peningum af
því allra náðugasta Majestate og eftir því ég þenkti að við Anrtið muni
liggja, hvað mikið hvörri jörðu hafi tillagt verið sér til uppbyggingar
aftur, þá fellur mín beiðni til yðar höjvelborinheita í djúpustu undir-
gefni að mér við fyrstu og hentugustu lélegheiti mætti til handa berast
þvílík upplýsing við nefndrar jarðar peningatillag.
Yðar höjvelborinheita í auðmýkt sk.þ. ut.b. þénari.
Hnausum d. 22. Febr. 1804. Ólafur Þórarenson."
Bréfið er skrifað með góðri fljótaskriftarhönd og varla af Ólafi en
undirskriftin er hans, hreinleg og góð snarhönd. í áritun er farið rangt
með nafn stiftamtmanns: „Til Stiftamtmannsins Hr. E. Luðvigsen."
Stiftamtmaður skrifar á bréfið „henlægges", því skal með öðrum orð-
um ekki svarað. Bréfið hlýtur að vera skrifað vegna væntanlegrar út-
tektar á Hnausum.