Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Ólafs, 16. maí 1838. Úttektin er skráð í úttektabók Kirkjubæjarklaust-
urs og er þar varðvcitt, illlæsileg. Monsjör Ólafur hefur í búskapartíð
sinni uppsett fyrir sunnan og norðan túnið varnargarða, 200 faðma
langa. Kálgarðar cru varðir 188 faðma löngum görðum og kringum
húsin og heyin er 38 faðma langur garður, laslegur á kafla. Fjósið er
frástætt og tekur 6 kýr. Um fleira hcfur verið vel sinnt í Seglbúðum en
smíðar þessa tvo áratugi sem Ólafur bjó þar.
Gömlu hjónin ríða úr hlaði í fardögum og för er stefnt inn að heið-
arbænum þar sem beðið skal síðustu vistaskipta. Tvö ár líða. Landfar-
sótt gengur um hcröð 1840 og snciðir ekki hjá Eintúnahálsi. Ólafur
Þórarinsson kveður „fólk og frón“ 30. september 1840. Tveimur árum
seinna flutti Sigríður Pálsdóttir innan frá Eintúnahálsi til Ólafs sonar
síns í Seglbúðum og dó þar 30. desember 1856, níræð að aldri.
Búið beisli
Hluturinn sem leiddi okkur Ólaf Þórarinsson saman var lítið ennis-
lauf af búnu beisli. Rétt er að doka við hjá hugtakinu búið beisli. I því
er nriðað við ákveðinn koparbúnað, bitilskildi með skreyttum sviptum,
eða kjálkum (beislisstangir) í þeirra stað, ennislauf, eyrnaádrætti og aðra
ádrætti, hringjur og flcira. Ekki var á færi nema fremur efnaðra manna
að eignast slíkt beisli, enda voru reiðtygi nokkurskonar stöðutákn hjá
fyrri tíma mönnum. Kjálkabeisli (stangabeisli) urðu algengust á seinni
hluta 19. aldar. Beisli með hringum í stað kjálka eða stanga nefndist
hringabeisli. Búin beisli gerast sjaldséð um aldamótin 1900. Margir
aldraðir Skaftfellingar og Rangæingar minnast þó cnn manna sem riðu
við bcisli búin ennislaufi og eyrnaádráttum.
Mismunur var á beislum eftir því hvort þau voru eign karla eða
kvenna. Til skamms tíma hafa orðin karlmannsbeisli og kvenbeisli lifað
í máli Sunnlendinga (sbr. karlmannssvipa, kvensvipa). Reiðbeisli konu
var fínlegra (smágerðara) í smíði cn beisli karlmanns. Fyrir því hef ég
örugga heimild að koparsmiðurinn Steingrímur Jónsson á Fossi á Síðu
(1829—1923) notaði alltaf minni steypunaót til steypu á kjálkum á kven-
bcisli en karlmannsbeisli. Hið sanra sé ég á beisliskjálkum steyptum árið
1840 í tryggðapant handa ungri stúlku. Þetta ber að hafa í huga við
athugun á gömlum beisliskjálkum, ella kynni maður að álíta mismun-
andi stærð þeirra vitna um breytilega tísku eða mismunandi smckk
koparsmiða gagnvart stærð og formi smíðisgripa án tillits til þess hver
hreppa átti.