Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 11
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
15
Smíðafóng
í heimsókn að Blómsturvöllum í Fljótshverfi vorið 1978 hvarflaði ég
inn í gamalt hús ofan við bæjarþorpið. Þangað höfðu verið bornir
ýmsir hlutir úr smiðju bóndans Ólafs Filippussonar er hún var að vclli
lögð. Þar var kassi með brotamálmi úr kopar, brot úr ístöðum, beisl-
iskjálkum, gjarðahringjum, ljósfærum, leifar horfmnar smíðamenningar
í sveit. Líkt var og mér gæfi sýn til forföður Blómsturvallabóndans, til
Ólafs Þórarinssonar þar sem hann stóð yfir kopardeiglu við glóandi afl,
með þessum hætti höfðu sum smíðaföng hans verið, án efa hefur
margur gamall, góður gripur runnið í sundur í deiglu hans.
Hvernig fór þjóðhagi í afskckktri svcit annars að því að afla sér
smíðafanga? Brotamálmur einn segir þar litla sögu. Eitthvað af málmi,
smíðajárn og kopar, hefur komið úr Eyrarbakkaverslun á lestunum,
annað frá strönduðum skipum eða cftir öðrum lciðum. Skrár um kaup
manna á stranduppboðum á þessum tíma cru flestar gjörfúnar eða
glataðar. Snemma árs 1836 strandar fiskidugga frá Flandern á Meðal-
landssöndum. Stranduppboð er haldið 6. apríl og Ólafur Þórarinsson
kaupir þar m.a. kaðal og ketil. Daginn eftir er haldið uppboð heima í
Seglbúðum á fatnaði skipverja, seglum og fleiru og Ólafur kaupir sér
bláa stakkúlpu.
Meðallandsfjörur voru löngum rekasælar, ósjaldan bar þar upp væn
fírkantstré úr furu, jafnvel úr mahóní eða eik, valinn viður í búrkistur
og fatakistur. Þetta var vogrek og selt á uppboðum hæstbjóðanda. Fír-
kantstré voru bútuð niður í hæfilegar lcngdir til borðviðar og kistu-
smíði.
Ólafur Þórarinsson hefur ekki farið á mis við góðan smíðavið. Óefað
hafa ýmsir lagt til efnið í umbeðna smíðisgripi, annað hefur Ólafur
fengið að kaupi. í júní 1823 hófst Kötlugos með miklu vatnsflóði og
gekk sjávarflóð frá því yfir fjörur út og austur. Út tók af Meðallands-
tjörum tvö tilhöggvin tré Ólafs í Seglbúðum. Lýsti hann tjóni sínu út
um Mýrdal og Eyjafjöll ef trén kynni að bera þar á land. Tvö tré hatði
Ólafur keypt á vogreksuppboði. Annað tók Jón Guðmundsson í
Gamlabæ í Mcðallandi af misgáningi en lét Ólafi í té jafngilt tré í
staðinn. Skyldi það markað með fangamarki Ólafs en vafi lék síðar á
hvort markið hefði verið sett sem ÓÞ eða sem Ó og öfugt Þ. Líkur
voru á að þetta tré hefði rekið á Ytri-Skógafjöru undir Eyjafjöllum og
gerði Ólafur kröfu til þess. Skógabændur drógu við sig að viðurkenna
rétt Ólafs vegna óglöggrar marklýsingar. Um þetta skrifaði Magnús
Stephcnsen sýslumaður á Höfðabrekku stiftamtinu í Reykjavík og lét
þess sérstaklega getið að Ólafur væri almennt þekktur sem maður er