Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 12
16
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mark væri á takandi. Suðuramtið tilkynnti sýslumanni 28. júní 1825 að
það fráfclli öllu tilkalli til þcss vogrcks á Vestri-Skógafjöru sem eignað
væri Ólafi bónda Þórarinssyni í Seglbúðum og hcfur Ólafur svo senni-
lcga fengið tré sitt eða jafngildi þess.
Dagbœkur Sveins Pálssonar
í dagbókum Sveins Pálssonar læknis í Suður—Vík í Mýrdal (1762—
1840) eru gagnmerkar hcimildir um Ólaf Þórarinsson og smíðar hans
(ÍB. 5. fol. og ÍB. 22-23, 4tH).. Aðgang að þcim á ég að þakkajóni Steff-
ensen prófessor sem tekið hefur efni þcirra á spjaldskrá og varið til
miklum tíma. Efnið er heldur óþjált í meðförum því ntikið er um
skammstafanir. Sveinn skráir þetta um viðskipti sín og Ólafs:
1811, Marz 9.: Skr(ifaði) Ól(afi) Þórarinss(yni) á Hólmi um 4-6 pund
kopar. Apríl 20.: Skr(ifaði) Ólafi Þórarins(syni), Hólmi f(yrir) Mr.
Gísla og Sigríði. Júlí 29.: Skr(ifaði) Ól(afi) í Hólmi.
1812, Júní 9.: Skr(ifaði) Ól(afi) í Hólmi. Júlí 2.: Af Ólafi í Hólmi 6 al.
ísl. í sæng, 3 rd. Hringr til Einars, 48 s(kildinga), ditto til Sigr(íðar)
Vig(fúsdóttur) 1 rd, beislisb(úningur) til Gísla 2 rd, ditto qvenn 3 rd,
bet(alaði) h(onum) 7 rd, restr. 2Vz rd. Júlí 12.: Bct(alaði) Ól(afi) í Hólmi
rest, sinn, 2Vz rd. Okt. 14.: Skr(ifaði) Ólafi í Hólmi og sendi skráarefni.
1815, Okt. 17.: Skr(ifaði) Ólafi í Hólmi um skrá.
1817, Scpt. 4.: Skr(ifaði) Ól(afi) í Hólmi. Okt. 13.: Svar frá Ól(afi) í
Hólrni. Okt. 18.: Dat(eraði) afhendingar Seðil á 10 rd, 73 s(kildinga) og
1 Cr(ónu) í rentu til Ólafs í Hólmi, gegnum S(ignor) Jón í Hlíð. 1818,
Marz 15.: Ól(afi) í Seglb(úðum) með Þverárdrengnum sem fór. Júlí 11.:
Ól(afur) Þór(arinsson) í Seglb(úðum) bet(alaði) 20 hcilar Cr(ónur) og 56
tísk(ildinga) = 20 rd, restin 12 rd. Okt. 5.: Skr(ifaði) Ól(afi) í
Seglb(úðum). Nóv. 21.: Nefsalt til Ól. Seglb.
1828, Jan. 26.: Skr(ifaði) Ól(afi) í Seglbúðum.
1829, Jan. 7.: Skr. Ólafi í Seglbúðum með E(mplastrum) ves(icateri-
um). Jan. 8.: Oddr austanpóstur - hringiur frá Seglbúðum.
1830, Feb. 11.: Skr(ifaði) Ól(afi) í Seglb(úðum) um ockar s(akir).
Framangreindar dagbókarfærslur vitna um mikil skipti þcirra Ólafs
og Svcins Pálssonar og varpa ljósi á ýmsa hluti. Jón Steffensen ætlar að
Mr. Gísli sem hér kemur við sögu sé sr. Gísli Gíslason í Vesturhóps-
hólum í Húnaþingi sem um þessar mundir var skrifari Vigfúsar Þórar-
inssonar sýslumanns á Hlíðarenda. Sigr. Vigf. mun þá vera Sigríður
dóttir Vigfúsar sýslumanns. Svcinn Pálsson var tengdur Hlíðarendafjöl-
skyldu og var virktavinur Vigfúsar Þórarinssonar svo eðlilegt var að
hann væri milligöngumaður í útvegun smíða frá þjóðhaganum í Hólmi.