Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 13
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
17
í minnisgreininni frá 2. júlí 1812 kemur væntanlega fram bréfsefnið til
Ólafs 20. apríl 1811 sem verið hefur beiðni um smíði á beislisbúnaði og
fingurhring. Sigríður fær fingurhring sinn ári síðar, væntanlega góðan
silfurhring, ríkisdalsvirði, og hefur notið hans skamma stund því hún
dó ári síðar.
Gísli fær búning á tvö beisli, kvcnbeisli og karlmannsbeisli. Ólafur
selur búninginn á kvenbeislið á 3 ríkisdali, hinn á tvo dali. Miðað við
verðlag 1812 samsvarar búningurinn á dýrara beislið um það bil dilks-
verði og hefur verið vel til smíðinnar vandað. Kaup Gísla er sennilega
tengt því að árið 1812 giftist hann Ragnheiði Vigfúsdóttur á Hlíðar-
enda, henni hefur verið ætlaður búningurinn á kvenbeislið.
Færslurnar í dagbókinni veita að öðru gagnlegan fróðleik um smíðar
Ólafs, smíðaföng og viðskipti. Færslan frá 9. mars 1811 cr væntanlega
um smíðakopar og ekki annað um hana vitað. Brcfið frá 14. október
1812 er um smíði á skrá, dyraskrá eða kistuSkrá, og skráarefnið sent
með brcfinu. Hringir Einars og Sigríðar leiða smiðinn inn á svið silfur-
smíði cða gullsmíði. Einar sá sem hringinn fær kynni að vera Einar
Jónsson vinnumaður Sveins Pálssonar. Ætla má að vefnaðurinn íslenski
ætlaður í sængurver hafi verið ofinn í Hólmi. Hringjurnar sem Oddur
austanpóstur flytur frá Seglbúðum að Suður—Vík 1829 eru að öllum lík-
indum gjarðahringjur, enn eitt vitnið um koparsmiðinn. Enginn mun
nú þckkja gjarðahringjur Ólafs Pórarinssonar frá hringjum annarra
smiða á austursveitum.
Dagbókafærslur Svcins Pálssonar sýna að Ólafur Þórarinsson hefur
haft talsverð peningaviðskipti, m.a. vegna smíða og smíðafanga.
Á slóð Ólafs Þórarinssonar
Eyjólfur á Hnausum, góðrar minningar, kom mér á spor Ólafs Þór-
arinssonar og í áföngum hefur mér heppnast að feta í slóð hans.
í söfnunarferð minni um Vcstur-Skaftafellssýslu 1952 eignaðist
Skógasafn annað ennislauf sömu gerðar og Hnausalaufið. Það var á
ennisólinni á gömlu höfuðleðri sem Jón Halldórsson bóndi og kaup-
maður í Suður-Vík gaf safninu. Auðsætt var að bæði laufin voru steypt
í sama móti. Hnausalaufið fékk skrásetningarnúmer S: 17, Víkurhöfuð-
leðrið S:49. Næstu ár urðu smátt og smátt fleiri ennislauf af þessari gerð
á vegi mínum. í stofu Einars H. Einarssonar og Steinunnar Stefáns-
dóttur á Skammadalshóli í Mýrdal skartar eitt þeirra uppi á vegg og
fylgja tveir eyrnaádrættir annarrar gerðar en á Hnausabeisli, mjög
mikilsverðir í höfundarákvörðun þessara og annarra smíðisgripa sem