Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 15
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
19
greinir aðeins í safnskrá: „„Ennislauf“ stórt með verki.“ Fjórum árum
seinna bárust safninu að gjöf nokkrir koparhlutir „austan úr Hornafirði“
um hendur dr. Björns M. Ólsen. Gefandi var Runólfur Magnús Jóns-
son frá Melum í Hrútafirði, þá hjá bróður sínum sr. Jóni Jónssyni í
Bjarnanesi. Telja verður að Runólfur hafi eignast þessa hluti í Austur-
Skaftafellssýslu. Sigurður Vigfússon gerir þessa grein fyrir gjöfinni í
safnskrá:
“2731: Ennislauf, steipt, gagnskorið með fallega löguðum hnút og strik
utan með, á haldinu sem gengr í ólina eru grafnir 4. teyglar, þar út úr
að ofan blöð.
2732. Ennislauf lítið með rós, gagnskorið, ekki vel giört, með kríngl-
óttu haldi.
2733. Eyrnaádrættir af beizli mcð krossi í miðjunni og með nokkurru
verki steyptu uta[n] með, ekki vel giört, sem vanalegt lag.“
Af safnskránni má ennfremur sjá að „Eyrnaádráttur af sömu gerð“
hcfur verið tekinn út og hefur hann sennilega borist úr landi. Um „enn-
islaufið" 2732 er þess að geta að það er ekki ennislauf og kemur það
síðar til álita.
Þriðja ennislaufið af þessari gerð eignaðist Þjóðminjasafnið árið 1891
að kaupi frá ónafngreindum „manni í Þykkvabæ í Veri.“ Scljandi kynni
að hafa verið Sigurður Nikulásson bóndi á Þykkvabæjarklaustri frá
1857-1905. Laufið hlaut safnnúmer 3549. Annað ennislauf (3547) og
tveir eyrnaádrættir (3548) fylgdu þessu kaupi. Hafa ennislaufin lengi
legið í sýningarpúlti í Þjóðminjasafninu og því mörgum kunn.
Eyrnaádrættirnir eru af sömu gerð og á beisli Eyjólfs á Hnausum. Um
þá segir í safnskrá: „Eyrnaádrœttir 2 steyptir úr kopar, þeir eru með 4
höldum hver og ferhyrnd hnútarós á hverjum, allgóð.“ Ekki fer milli
mála að ádrættirnir hafa fylgt öðru hvoru ennislaufinu allt frá smíðaári.
Tíunda ennislaufið af þeirri gerð sem Skógasafni hlotnaðist á
Hnausum er í Nordiska museet í Stokkhólmi, nr. 35154. Mynd af því
er í Afbildningar af Föremál i Nordiska museet í útgáfu Arthur Haze-
lius, Stokkhólmi 1890. Til hagræðis í rannsókn nefni ég eftirleiðis þessa
gerð ennislaufa EL E Þeim tengist mjög greinilega hvað varðar form og
stíl cnnislaufið á beisli Eyjólfs á Hnausum. Laufið er nokkru stærra,
skreyting nærfellt hin sama, aðeins með fínlegri blæ. Ekkert lauf að öllu
sambærilegt við það hefur komið í leitir. Ég nefni þessa gerð EL II.
Gerð eyrnaádrátta á beisli Eyjólfs á Hnausum nefni ég eftirleiðis EÁ I,
gerð eyrnaádrátta á Skammadalshóli EÁ II. Síðar verður gerð fyrir
þessu gleggri grein.
Ennislaufið 3547 í Þjóðminjasafni er mun stærra og með mun íburð-