Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
armeiri skreytingu en gerðin EL I. Ekki hafði ég lengi unnið að rninja-
söfnun fyrir Skógasafn cr cnnislauf þeirrar gerðar fóru að koma á fjörur
mínar og þar kom út frá tengingu sumra þeirra við eyrnaádrætti af
gerðunum EÁ I og EÁ II að ég sá að þau hlutu að eiga sama höfund
og ennislauf EL I, Skaftfellinginn Ólaf Þórarinsson. Síðar urðu þau svo
þýðingarmikil stoð í ákvörðun um aðra smíðisgripi sama manns. Ég
nefni þessa gerð ennislaufa EL III.
Fyrsta ennislaufið af gerð EL III kom raunar í hendur mínar árið
1952, sama ár og Eyjólfur á Hnausum lét mér í té ennislauf sitt. Ég fékk
það hjá Guðmundi Guðlaugssyni bónda í Hallgcirsey í Landeyjum og
skráði sem safncign nr. 491. Annað lauf sömu gerðar gaf Sigurjón
Magnússon bóndi í Hvammi undir Eyjaíjöllum safninu 1963 (nr. 2010),
hið þriðja var gefið af Jóni Sigurðssyni, eldra, á Maríubakka í Fljóts-
hverfi 1965 (S:460). Fjórða laufið var á beislishöfuðlcðri sem Glsb Sig-
urðsson á Búlandi gaf 1965. Fylgdu því eyrnaádrættir af gerð EÁ II.
Fimmta laufið kom vorið 1978 frá fjölskyldunni í Gularási í Landcyjum
og hafði fylgt henni austan frá Skaftafelli í Öræfunr. Það er úr eir og á
í því hliðstæðu í laufi frá Blómsturvöllum.
í minjasafni Haralds Ólafssonar bankaritara í Reykjavík í byggðasafn-
inu í Skógunr er eitt ennislauf af sanra toga (HÓ 805). Fékk Haraldur
það að gjöf frá Guðrúnu Helgadóttur í Reykjavík, úr eigu manns
hennarjens Bjarnasonar skrifstofustjóra. Ekki er vitað hvaðan Jens fékk
laufið en þó kynni það að vera frá æskubyggð hans á Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu. Þjóðminjasafnið á 3 ennislauf af gcrð EL III. Fyrsta
laufið eignaðist það með beislishöfuðleðri sem Páll Eyjólfsson gull-
smiður gaf árið 1879 (Pjms. 1706). Sérstök grcin verður gerð fyrir bún-
ingi þess.
Annað laufið af gerð EL III kom í safnið 1889. Þorkcll Jónsson í
Smjördölum í Flóa seldi safninu þá cnnislauf og tvo eyrnaádrætti af
sama beisli fyrir eina krónu. Voru gripirnir færðir inn í safnskrá undir
nr. 3263. Sigurður Vigfússon gerði þessa grein fyrir safnaukanum:
„Ennislauf allstórt steypt úr kopar, eða eiginlega bronsublendingi, það
er með gagnskorinni lmútarós, sem er sérstaklega falleg og vel gjörð,
og er að ofan grafin með tveimur strikum, er ganga eptir öllum leggj-
unum, sem gefr þyðingarmeira útlit. Þetta má með réttu heita rafineraðr
heiðinn stíll (annað betra orð fæ eg ekki); ofan á hcldin (=höldin) eru
blöð sem ganga út eins og eyru sitt hverju megin, og í miðju er eitt
lítið; á milli gatanna er og grafið. Eg held eg nregi fullyrða að þetta er
það fallegasta ennislauf, sem cg hefi séð hvað hnútarósinni viðvíkr.