Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 18
22
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
og hefir fallegt lag; á kyn sitt að rekja til þess Romanska stíls, er það
merkilegt hvað látunsbúnaðr á reiðtigum er oft vel görðr; á haldið er
grafin falleg hnútarós ferhyrnd, efst eru blöð og ganga til begga hliða
og eitt lítið í miðju.“
Þetta ennislauf af gerð EL III hefur sérstöðu í skrauthnútnum sem
grafinn er á haldið. Hann er að öllu sömu gerðar og sjá má á eyrna-
ádráttum EÁ II. Ekki verður séð að Sigurður Vigfússon hafi rennt grun
í að bæði ennislaufin Þjms. 3547 og 3549 væru verk sama manns.
í koparbúningi á reiðbeisli frá Reynivöllum í Suðursveit í Byggða-
safni Austur—Skaftfellinga á Höfn er ennislauf af gerð EL III. Um
beislið er sérstök greinargerð.
Reiðbeisli Skúla Guðmundssonar bónda á Kcldum á Rangárvöllum
(1862-1946), varðveitt af Kristínu dóttur hans og nú eign sonar hennar
Sigurðar Sigurðarsonar dýralæknis, er með ennislaufi af gerð EL III og
eyrnaádráttum af gcrð EÁ I. Taumar og höfuðleður hafa verið endur-
nýjuð. Auk ennislaufs og eyrnaádrátta eru á beislinu 5 íhvolfar kopar-
hringjur (4,7x2,8 cm) og 5 gáróttar ísmeygjur úr kopar, augsýnilega frá
upphaflegum búningi beislisins. Það mun áður hafa verið eign Guð-
mundar Brynjólfssonar bónda á Keldum (1794-1883), afa Kristínar.
Guðmundur var cinn auðugasti bóndi Suðurlands og vart fjarri lagi að
hann hafi pantað bcislisbúninginn frá koparsmiðnum.
Jónatan Jónatansson á Litlu-Heiði í Mýrdal (f. 1894) hefur lengi átt
koparbúning af beisli Páls Ólafssonar bónda á Litlu-Hciði. Áður var
hann í eigu Helgu (1848-1928) Jónsdóttur, Ingimundarsonar bónda á
Lciðvelli. Föðurmóðir hennar var Kristín systir Ólafs Þórarinssonar.
Ennislaufið í þessum búningi er EL III, cyrnaádrættir EÁ II, aðrir
ádrættir tengjast ádráttum í Þjóðminjasafni (2741), ádráttum í Nordiska
museet (35161), ádráttum á Reynivallabeisli og ádrætti frá Ytra-Dalbæ
í Landbroti.
Nordiska museet í Stokkhólmi á eitt ennislauf af gerð EL III, koniið
þangað í safni sr. Helga Sigurðssonar á Melum árið 1888 (nr. 65100). í
safni sr. Helga í Nordiska museet eru einnig tveir eyrnaádrættir af gerð
EÁ II. (nr. 64973). Ætla má að ennislaufið og eyrnaádrættirnir séu úr
búningi á sama beisli.
Frá Valdimar Jónssyni bónda á Álfhólum í Landeyjum er til mín
komið ennislauf af gerð EL III og tveir eyrnaádrættir af gerð EÁ II.
Valdimar eignaðist þessa hluti að gjöf frá Geir Gíslasyni bónda í
Gerðum í Landeyjum. Hcimilið í Gerðum stóð á gömlum merg efna og
virðingar. Ekki er hægt að rekja sögu beislisbúningsins lengra aftur og
er ennislaufið þó hið eina sem tclja má með eignarmarki. Skreyting á