Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ekki, ef svo má segja, ofan við hjartað heldur gengur eins og fleygur
eða stíll ofan eftir því miðju. Á mótum meginhalds og hjarta er hann
rofmn af laufmynduðum tígli. Bönd sem ganga ofan eftir hjartanu og
kvíslast inn að því miðju minna mjög á böndin í EL IV. Tvískipt grein
með samhverfum blöðum er neðst í broddi hjartans.
Haldið er grafið með þremur tíglum og í þeim fjórskipt lauf. Ofan
við tíglana er grafið hjarta. Línur ganga upp eftir jöðrum haldsins og
cru með þverstrikum neðantil. Lauflaga eyrun efst á ennislaufinu minna
mjög á fyrrgreindar gerðir ennislaufa. Allur heildarsvipur laufsins sver
sig einnig í sömu ætt, útlínur, haldið og greinar innan í hjartanu.
Ennislauf EL VI: Ennislaufið á beislishöfuðleðrinu Þjms. 909 verður
hér talið gerð EL VI. Það er svo gagnólíkt öðrum ennislaufum Ólafs
Pórarinssonar að ckki væri heimilt að telja hann höfund þess ef ekki
kæmi til annar koparbúningur á höfúðleðrinu sem ótvírætt tengist verk-
um Ólafs. Tveir koparsmiðir kynnu að vísu að hafa lagt þarna hönd að
verki en um það verður ekkert sannað. Laufið kynni og að vera gert á
tímamótum í stíl höfundar. Ártalið 1807 festir það í tíma. Greinargerð
um það fylgir lýsingu á Pjms. 909.
Eyrnaádrættir
Orðið ádráttur er frá fornu fari notað um þornlausa hringju. Eyrna-
ádráttur nefndist ádráttur sem kinnól og ennisól á beisli gengu um og
var því sem næst ncðan undir eyrum hestsins. Margar gerðir eyrna-
ádrátta frá gömlum tíma eru varðveittar. Tvær þeirra koma við sögu í
þeim beislabúningi sem hér er um fjallað og báðar þýðingarmiklar í
ákvörðun um uppruna og höfund ennislaufa og annarrar koparsmíði.
Heimilt er að fullyrða að eyrnaádrættir hafi ekki verið smíðaðir einir sér
til sölu heldur sem hluti af samstæðu. Þessar tvær gerðir eru svo ólíkar
að ekki virtist sérstök ástæða til að eigna þær sama smiðnum ef ekki
kæmi það til að þær fylgja ýmist ennislaufum af gerð EL I, EL II, EL
III og EL VI. Til hagræðis nefni ég þcssar gerðir EÁ I og EÁ II.
Eyrnaádrættir af gerð EÁ I eru með ferhyrndan reit, 3x2,6 cm, utan
á ólum og utan hans eyrun sem ólarnar ganga um. Milli eyrnanna eru
horn og gengur út í þau smágeiri til skrauts. Utanmál þessara ádrátta er
um 5,5 cm. Bakhlið er aðeins íhvolf.
Skákross myndaður af tveimur oddlaga böndum er í ferhyrnda reitn-
um. Böndin víxlleggjast um miðju. Ádráttur eða hringja gengur um
efra bandið og stefnir að því að skorða það af „fyrir augað“. Böndin eru
strikuð á brúnum, og skoruð á samskeytum. Verkið er gerðarlegt og
fagurt í formi.