Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 29
PJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
33
Mynd 14. Ádráttur, Þjms. 2741.
Ljósm. Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson.
II með ennislaufum mismunandi gerða sannar m.a. það að allir þessir
hlutir hafa orðið til í sömu smiðjunni. Komið hafa í lcitir eyrnaádrættir
EÁ II af 18 beislum.
Aðrir ádrœttir
Ferhyrndir, skreyttir koparádrættir til festinga utan á höfuðleður
virðast hafa verið hluti af koparbúningi margra beisla í smíði Ólafs Pór-
arinssonar. Tveir slíkir ádrættir sýna enn hlutverk sitt á höfuðleðri, þar
sem er höfuðlcðrið Þjms. 1706. Lausir fylgja þcir beislisbúningi frá
Litluheiði og Blómsturvöllum. Tvo ádrætti af þessari gerð eignaðist
Þjóðminjasafnið 1886. Þeir voru skráðir inn undir nr. 2741 og segir um
þá í safnskrá: „Ádrættir tveir af beisli, steyptir úr kopar, grafnir að ofan
með smábogum og laufum á milli og sem teningum til endanna."
Ein samstæða þessara ádrátta er í Nordiska museet, fengin hér á landi
árið 1882 (nr. 35161). Einn stakur er til mín kominn frá Ytri—Dalbæ í
Landbroti, leif af heilum bcislisbúningi að því er ætla má. Ég nefni
gerðina Á:I. Ádrættir af þessari gerð eru 3,7 X3,5 cm að stærð, troglaga
á bakhlið og með þverbita. Skreyting er nokkuð mismunandi. Á
ádráttum á Reynivallabeisli eru að ofan og neðan á framhlið þrír bogar
aðgreindir með lensulaga laufum. Til hliða eru þrír teningar hvorum
megin. Verkið er einfalt og stílhreint.
Hálfbogarnir á Þjms. 2741 eru grennri en á Reynivallabcisli og milli
þeirra eru grafin hjörtu. Á ádráttum frá Blómsturvöllum skiptist þetta,
annar er með hjörtum milli boganna, hinn með lensulaga laufum.
Skreyting ádrátta frá Litluhciði er hin sama og á Reynivallaádráttum.
Hnappavallabeisli
Árið 1872 cignaðist Forngripasafnið í Reykjavík þrjá gripi að kaupi
frá Bjarna Pálssyni bónda á Hnappavöllum í Öræfum, „Islendska vef-