Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 31
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
35
stólinn og 2 beislishöfuðleður." Varðveitt er enn flutningskvittun þess-
ara muna frá hluta lciðarinnar úr Öræfum til Reykjavíkur: „Sýslumaður
Á. Gíslason hefur borgað mér 2rd (tvo ríkisdali) fyrir flutning á íslenska
vefstólnum gamla með nokkrum kljásteinum, og 2. Beislishöfuðleður
frá Kirkjubæjarklaustri til Eyrarbakka. Það viðurkenni jeg. Ásgarði 1
Febrúar 1873. Páll Bergsson."
Fyrir gripina fékk Bjarni Pálsson greidda 4 ríkisdali. Óhætt er að
segja að þar gerði þjóðin kjarakaup. Annað höfuðleðrið verður hér
tekið til meðferðar. Það var skráð inn nr. 909. Lengi hefur það horft við
gestum í landbúnaðardeild Þjóðminjasafnsins og þó naumast vakið þá
eftirtekt sem það verðskuldar, enda að svo mörgu góðu að hyggja þar
innan veggja. Ég nefni það Hnappavallabeisli.
Höfuðleðrið er gert úr ósútuðu leðri úr stórgripshúð og virðist upp-
runalegt. Það er með skreyttum koparskjöldum og koparstokkum, sem
hnoðaðir cru á járnhringi og járnsviptir. Ennislauf, steypt úr kopar, er
fest framan á miðja ennisól með hnoðnöglum. Tvísett göt eru framan
á ennisólinni sitt hvorum megin við ennislaufið. Virðast þau benda til
þess að þar hafi verið hnoðað á koparskraut, en glögg merki hnoðnagla
sjást þó aðeins öðrum megin.
Skreyttir eyrnaádrættir úr kopar eru sitt hvorum megin við ennisól-
ina og tengja hana við kinnólar. Þeir eru með vel þekktu formi og
skrauti eyrnaádrátta Ólafs Þórarinssonar af gerðinni EÁ II og einstæðir
þó sökum stærðar, 5,2x5,2 cm á móti 4,5 X 4,5 cm. í ferhyrnda
reitnum innan ólanna er tvöfaldur bandhnútur gerður sem skákross. í
hornunum utan hans er þríblaða lauf og þríblaða lauf eru einnig í ytri
hornum. Kverkól er glötuð cn festing hennar varðveitt, ferhyrnd kop-
arhringja með bogum til enda, 4x2,4 cm að stærð. Að ofan er hnakka-
ólin dregin saman í þrjár smálykkjur og fjórvafið um með þveng.
Tenging járnsvipta og kinnóla er gerð með þvengjum sem dregnir eru
í þar til gerð göt. Bitill (kjaftamél) er brottu.
Ennislaufið skorðar beislið í tíma og mannfræði. Um það mitt er lct-
urflötur. Á honum er tvískipt ártal, 1807. Milli talnanna 18 og 07 er
grafið fangamark með höfðaletri, I G D. Stafirnir eru aðgreindir með
krákustígslínum. Ekki fer milli mála að kona hefur átt beislið að upp-
hafi.
Neðan við leturflötinn er laufið hjartalaga og er hjartanu skipt í þrjá
tungulaga reiti. Að ofan er hver tunga með fjögralaufa rós, að neðan
tengjast tunguoddarnir með tvísettri, upphleyptri rák. Ofan við letur-
flötinn er uppistaðan í skrauti tungur sem sveigjast niður, tvær þær ystu
taka þar mcst rúm í skrautfletinum, þrjár minni milli þeirra og á þeim