Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 33
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
37
frá tréskurði og málmsmíði. Bitilskildirnir eiga sér albræður í bitil-
skjöldum á beislishöfuðleðrinu Þjms. 1706 og á Reynivallabeisli í
byggðasafni Austur—Skaftfellinga á Höfn og í bitilskildi nr. 35152 í
Nordiska museet í Stokkhólmi. Hiklaust telst búnaður á Þjms. 1706 og
Reynivallabeisli verk Ólafs Þórarinssonar.
Koparstokkarnir á sviptum Hnappavallabeislis eiga sér hinsvegar, að
því er ég best veit, enga bræður, en á höfuðleðrinu eru þeir hluti af
samstæðu sem greinilega á saman frá upphafi. Járnsviptirnar, sem þeir
eru hnoðaðir á, eru 11 cm á lengd, 1,8 cm á breidd. Breitt auga er á
öðrum cnda, festing fyrir höfuðleður eða beislistaum. Hinn endinn er
mjórri og hringbeygður utan um bitilhringinn. Á sama hátt hefur verið
gengið frá sviptum á Reynivallabcisli og Steinsstaðabeisli í Þjms. og
sarna er að sjá enn á Þjms. 1706 og á sér eldri fyrirmyndir. Koparstokk-
arnir, sem hnoðaðir eru á járnsviptirnar, eru 7,5x2,7 cm að stærð.
Skrautflöturinn á þeim, gegnsteyptur, innan í lokuðum ramma, er
5,9 X 2,7 cm að stærð. Allir eru þeir steyptir í sanra móti.
Neðst á stokknum rís grein eða laufaviður sem sveigist upp eftir
honum. Um miðju stokksins er líkt og bak við þessa grein vaxi upp
önnur sveigð grein sem kvíslast í þrennt og vindur upp á sig til end-
anna. Einn sprotinn gengur til vinstri, þvert á stokkinn, en hinir vísa
upp og til hægri hliðar. Með gangali eru grafnar línur ofan í greinarnar
og hér getur að líta sömu þverstrikin og á bitilskjöldunum, þar sem
greinarnar kvíslast. Allt á þetta vissa samstöðu með ennislaufum Ólafs
Þórarinssonar.
Bitilskildir og sviptarstokkar og tenging þeirra við bcislið byggist á
gamalli hefð. Hér er t.d. góður til samanburðar beislisbúnaðurinn
Þjms. 1070 úr Álftaveri. í honum eru stokkar og skildir svipaðir Þjms.
909 í formi og festingu en með ólíkri skreytingu. Líklegt er að þeir séu
ekki yngri en frá 18. öld. Frá bitilskjöldum Hnappavallabeislis virðist
leið Ólafs liggja til rneiri fullkomnunar er fram kernur í bitilskjöldum
frá Búlandi í byggðasafninu í Skógurn.
Hér er einni áleitinni spurningu ósvarað: Hver var hún, konan sem
þessi sérmerki beislisbúnaður var ætlaður 1807? Sigurður Björnsson á
Kvískerjum veitti mér aðstoð í leitinni að henni. Kona Bjarna Pálssonar
á Hnappavöllum var Ingunn Þorsteinsdóttir, fædd á Hala í Suðursveit
árið 1813. Móðir hennar var Sigríður dóttir Þorsteins Vigfússonar á
Fclli í Suðursveit og konu hans Ingunnar Guðmundsdóttur, sem var
fædd 1765. Þorsteinn á Felli var vel efnum búinn, og líklegt verður að
telja að hann hafi látið efna til þessa beislis og gefið konu sinni það.