Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Eðlilegt var þá og að það fylgdi nafni og gengi til Ingunnar á Hnappa-
völlum.
Hnappavallabeisli með búnaði sínum er merkur áfangi í rannsókn á
verkum Ólafs Þórarinssonar. Ártal og fangamark gefa því sérstakt gildi
og hér mun við það miðað að það sé nú um sinn elsta þekkt verk hans.
Höfuðleðrið Þjms. 1706
í ágústbyrjun 1879 gaf Páll Eyjólfsson gullsmiður og veitingamaður
í Reykjavík Forngripasafninu gamalt og velbúið höfuðleður af beisli. í
skrá sem Matthías Þórðarson þjóðminjavörður gerði um safnauka í tíð
Sigurðar Vigfússonar er greinargóð lýsing á þessari gjöf Páls, en hún
ber safnnúmer 1706:
„Höfuðleður af hringabeizli, kjálkar um 42 og 49 cm að lengd,2 fest
saman með smáhringju úr kopar ofan á höfðinu; kverk- og ennisól um
80 cm og vantar á hringjuna og nokkuð af sprotanum, á henni er ágætt
ennislauf, steypjt] úr kopar, gagnskorið og grafið, sbr. nr. 3263 og
3547; 1. 10,5 cm, hjartamyndað fyrir neðan ólina, br. mest 5,8 cm.
Eyrnaádrættir eru og úr kopar, fallega grafnir, sbr. nr. 909 og 2001;
þverm. 4,6 cm. Á miðja kjálka eru negld steypt og grafin koparlauf, 1.
3 cm., br. 2,7 cm (kjálkarnir 2,5, ennisól 2,7 cm að br.) og neðst á
kjálkunum eru ferhyrndir, steyptir og grafnir koparádrættir, þverm. 3,7
cm. Niður úr þeim hefur kjálkinn verið í lykkju og sviptir Itangið í
henni. Þær eru úr járni, en ofaná þær eru negldar koparlengjur, steypt-
ar, gagnskornar og grafnar og eru sem 8 tvídregnir og samandregnir,
sbr. nr. 5316. L. sviptanna er 8 cm og koparstokkanna ofaná 5,3 cm;
önnur sviptin er nú ryðguð sundur og vantar koparstokkinn á hana. f
þeim eru þríhyrningar úr járni og [á] þeim eru kringlóttir koparskildir,
þverm. 6,2 cm., fallega gerðir, steyptir, gagnskornir og grafnir; annan
vantar, sbr. nr. 909. í þríhyrningunum eru járnmjel, mjög ryðtekin og
grönn, 1. 16 cm; í þeim hafa og verið taumasviptirnar, en nú eru aðeins
leifar af annari þeirra eptir; hafa þær að líkindum verið eins og kjálka-
sviptirnar og með sams konar koparstokkum á; sbr. nr. 5314-16. Alt er
koparsmíðið á þessu beizli mjög vel gjört og ber með mörgu öðru kop-
arsmíði á safninu góðan vitnisburð um listfengi og vandvirkni íslcnzkra
koparsmiða fyr á tímum."
Matthías Þórðarson hefur að vonum gert sér grein fyrir sambandi
Þjms. 1706 við aðra gripi í Þjóðminjasafninu. Vantandi bitilskjöldur á
höfuðleðrinu kynni að vera nr. 35152 í Nordiska museet, fenginn hjá
Sigurði Vigfússyni. Líklegt er og að sviptarstokkurinn 7445 í Þjóð-