Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hljóta að vera smíði sama manns. Ennislaufið á Pjms. 1706 er af gerð-
inni EL III.
Ádrættir á kinnólum eiga sér nokkrar hliðstæður eins og áður hefur
verið rakið. Steypt og grafin koparlauf hnoðuð utan á kinnólar ciga sér
hliðstæðu í koparbúningi frá Reynivöllum. Laufin eru 3,6 X 2,8 cm að
stærð og tvígötuð. Neðsti hluti þeirra er upphleyptur ferhyrningur,
tvístrikaður, 2,3x1,1 cm. Upp frá honum gengur laufið sjálft með
skerðingum í brúnum cr skipta því í fimm hluta. Grafið er inn í laufið
frá skerðingunum. Milli ystu skerðinganna myndar laufið hjarta. Gat er
í því miðju í tvísettum hring og strik utan með honum. Skreytingin á
mikla samstöðu með skreytingu á koparhringjum á beisli frá Búlandi og
á stakri hringju frá Prestshúsum í Mýrdal.
Á liald ennislaufs eru grafnir þrír reitir, upp og niður. í miðreitinn
eru grafin fimm hjörtu, í hliðarreitina er grafin einsett tíglaröð. Lilju-
broddinum neðst í hjartanu á laufinu er skipt í tvö gagnstæð hjörtu, enn
eitt dæmi þess hve hjartaform hefur verið hugleikið smiðnum frá
Hnausum.
Reynivallabeisli
Hjá Þorsteini Guðmundssyni frá Reynivöllum í Suðursveit handlék
ég fyrst beislið góða sem hér verður kennt við Reynivelli. Ekkcrt var
þá orðið eftir af upphaflcgu leðri þess og svipt var það miklu af
gömlum búningi. Ennislauf og eyrnaádrættir vísa greinilcga veg í því
hvar uppruna þeirra er að leita. Porsteinn hafði eignast beislið að kaupi
frá Guðrúnu Eyjólfsdóttur á Reynivöllum cn hún eignast það eftir
móður sína Ingunni Gísladóttur frá Uppsölum í Suðursveit. íslenskur
fornmunasafnari vildi kaupa beislið af Guðrúnu fyrir 10 krónur, líklega
lambsverð þá, en Þorsteinn bjargaði því fyrir sýslunga sína og galt fyrir
50 krónur. Það fór svo með miklum hluta af búsmunum Þorsteins inn
á Byggðasafn Austur-Skaftfellinga.
Þorsteinn gerði því skóna að koparbúningurinn væri verk Jóns Ein-
arssonar í Skaftafelli, hins nafnkennda smiðs á síðari hluta 18. aldar, en
Guðrún á Uppsölum var sonardóttir hans. Nokkurs hcfði að sönnu ver-
ið um það vert en öll rök leita þó í aðra átt. Enginn veit nú um fyrsta
eiganda Reynivallabeislis, það kynni jafnt að vera komið frá föðurfólki
Guðrúnar og frá tcngdafólki hennar á Felli í Suðursveit sem ótvírætt
hefur átt Hnappavallabeisli fyrir cina tíð. Tímans vegna kynni og mað-
ur Guðrúnar, Gísli Þorsteinsson frá Felli, að liafa gefið henni það nýtt
er þau gengu í hjónaband.
Þorsteinn Guðmundsson setti beislisbúning Guðrúnar á nýtt beisli.