Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 39
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
43
Sviptarstokkarnir frá Reynivöllum eru nú án járnstokkanna sem þeir
hafa verið hnoðaðir á en auðvelt væri að bæta úr því við endurgerð
beislis, Þjms. 1706 vísar þar veginn. Þjrns. 1706 sýnir einnig hvernig
komið hefur verið fyrir tveimur skreyttuna koparlaufum frá vírspottan-
um frá Reynivöllum, þau hafa verið hnoðuð utan á höfuðleðrið til
skrauts.
Bitilskildirnir á Reynivallabeisli eru sömu gerðar og skildir á Þjms.
909 og Þjms. 1706. Einn bitilskjöldur sörnu gerðar er einnig í Nordiska
museet (Afbildningar 1890).
Kjaftamélin eru lítt slitin en virðast upprunaleg. Þau eru 12,8 cm á
lengd. Samsetningar á þeina eru brasaðar með eir eða koparblöndu. Lítið
slit á mélum og bitilskjöldum bcr því vitni að bcislið hafi jafnan gengið
í kvenlcgg ættar og ekki verið notað ýkja oft ár hvert.
Ferhyrndir, skreyttir ádrættir á Reynivallabeisli hafa við síðustu
endurgerð þess færst neðar á kinnólar en áður var, miðað við stöðu
samskonar ádrátta á Þjms. 1706 og mega nú frcmur heita hringjur en
ádrættir því sett hafa verið á þá þorn. Hringja á hnakkaól er skreytt í
barokkstíl og hlýtur að tcljast hluti af samstæðunni.
Reynivallabeisli hefur vcrið nefðargripur cfnaðs bændafólks og því
ber að fagna að það skuli enn varðveitt á heimaslóðum.
Beislisbúnaður frá Steinsstöðum, Þjms. 5314-5316
Stcfán Árnason bóndi á Steinsstöðum í Öxnadal gaf Þjóðminjasafn-
inu nokkra gripi árið 1905. Voru þeir skráðir inn 20. október það ár. I
þessari gjöf var garnall beislisbúnaður, sem lilaut skrásetningarnúmer
5314-5316. Um hann skráði Matthías Þórðarson eftirfarandi greinar-
gerð í safnskrá: „Leifar af gömlum beizlisbúnaði, er bljes úr jörðu skamt
frá Glæsibæ eða Dagverðareyri. Það eru 2 kringlóttir skildir, steyptir úr
kopar, með gagnskornu verki og grafnir; verkið er eins og þrennir 8,
er gangi hverir innaní aðra. [Hér hefur Matthías uppdrátt.] Þeir eru
báðir eins, og 5,6 sm að þvcrm., dálítið bungaðir að ofan, en að sama
skapi hvelfdir að neðan eða innan. Skildir þessir voru fcstir mcð 3 járn-
nöglum á járnhringa með járnmjelum á milli; eru 3 naglagöt í hvorum
skildi. „Sá sem fyrst eignaðist þessa muni var járnsmiður. Hann tók
hringana með kjaptamjelunum frá og notaði í beisli“ (gef.). -
Ennfremur eru 3 járnsviptir ( — þá 4. vantar); þær munu hafa verið
eins 2 og 2, um 10 sm að lengd og 2 sm að br. Á hverri svipt eru 2 göt
og hafa þeir 4 sviptarstokkar, er hjer eru og með, verið negldir utan á
sviptirnar. Sviptarstokkarnir eru steyptir úr kopar, allir eins, 1. 5,4 sm
og br. 2,7 sm. Þeir eru með líku verki og skildirnir, gagnskornu og