Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 21. Steinsstaðabeisli. Ljósm. Gtiðninndtir Iiigólfsson/ íinyiid.
gröfnu og er það eins og tvennir 8. [Hér er uppdráttur.] Á þeim eru
göt fyrir nagla til að negla þá á sviptajárnin. Glögga hugmynd um
hversu búnaði þessum hefur verið fyrirkomið, má fá af þcim beizlis-
höfuðleðrum sams konar og líkum að gerð, sem til eru áður á safninu:
nr. 909, 1706 (með alveg samskonar svipt og stokk á, eins og nú hefur
vcrið lýst), 4612 (heilt beizli) og 4677.“
Matthías Pórðarson hefur talið beislisbúnaðinn frá Steinsstöðum frá
17. öld. Hér skal því hiklaust haldið fram að hann sé ekki eldri en frá
byrjun 19. aldar og verk Ólafs Þórarinssonar. Sviptarstokkarnir eru af
sönni stærð og gerð og stokkarnir á Þjms. 1706 og Reynivallabcisli,
sem verða, sökum ennislaufa og eyrnaádrátta, að teljast verk Ólafs. Þá
er hér þungt á metum að í beislabúnaði frá Búlandi í Skaftártungu eru
Qórir bitilskildir með algerri samsvörun við Steinsstaðaskildi hvað
varðar stærð og skreytingu. Hljóta þcir allir að vera steyptir eftir sömu
mótum og skreyttir af sama manni. Depill cða smáhola á þeim miðjum
virðist hafa vcrið gerð fyrir hringfara (sirkil), sem notaður hefur verið
til að grafa tvísettan hring á jöðrum skjaldanna.
Eini vandinn í vegi er sá að Steinsstaðamunir skuli hafa fundist
norður í Eyjafirði í landi Dagverðareyrar eða Glæsibæjar, sem eru
grannbæir við vestanverðan fjörðinn. Þessu virðist fullerfitt að koma
saman og heim. Það er þó staðreynd að gripir bárust með mörgu móti
milli landsfjórðunga, í flutningum, söluferðum cða með öðrum hætti.
Ekki verður nú sagt um, hve djúpt í jörðu gripirnir hafa legið en hlutir
hafa verið að týnast á víðavangi allt frá upphafi byggðar í landinu. Má
hér gcfa því gaum að Páll Ólafsson á Heiði í Mýrdal týndi búnu beisli
sínu á fcrðalagi í Rangárvallasýslu og fannst það ári síðar á Markar-
fljótsaurum. Benda má á eina marktæka skýringu þess að beisli búið
koparsmíði Ólafs Þórarinssonar hefði týnst og hulist jörðu norður í
Eyjafirði. Sr. Gísli Gíslason í Vesturhópshólum í Húnaþingi kaupir tvo
beislisbúninga af Ólafi. Sonur sr. Gísla var Vigfús bóndi í Samkomu-