Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 41
PJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
45
gcrði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Engin íjarstæða virðist að ætla að
hann hefði eignast beisli föður síns og orðið fyrir því óhappi að glata
því.
Matthías Þórðarson áleit, sem fyrr segir, að beislisbúningurinn frá
Steinsstöðum væri frá 17. öld. Bjó að baki sú skoðun að stangabeisli
(kjálkabeisli) hefðu hafist hér til vegs og virðingar á 18. öld. Elér ber þó
þess að gæta að ísland er nógu stórt til þess að ákveðin tíska ruddi sér
misjafnlega fljótt til rúms og glöggt er einnig að mismunandi gerðir
hafa haldist lengi hlið við hlið í sama héraði og verið smíðaðar af sarna
manni. Minnir þetta jafnframt á orð Sigurðar Vigfússonar fornfræðings:
„Ég hef optar orðið var við það, að úr Skaptafellssýslu cru hlutir forn-
legir, þó þeir séu ekki svo mjög gamlir.“3
Bitilskildirnir frá Steinsstöðum skulu hér dregnir í dilk hvað varðar
gerð. Verður hún nefnd hér BS I. Af henni eru tvær samstæður í
Skógasafni (S:31 a og S:31 b). Fjórða samstæðan er í Nordiska museet,
nr. 35151.
Búlandsbeisli
Árið 1929 andaðist að Búlandi í Skaftártungu háöldruð kona, Sig-
ríður Jónsdóttir, ekkja Runólfs Guðmundssonar á Svartanúpi. Tengda-
faðir hennar, Guðmundur Runólfsson (1789-1866), var af gamalli virð-
ingarætt frá Höfðabrekku í Mýrdal og Svartinúpur gróið menningar-
heimili. Sigríður Jónsdóttir var samboðin því að allri rnennt. Enn er
varðveitt glitofið söðuláklæði hennar með fangamarki og ártalinu 1859.
Sigríður og Runólfur fluttu ýmsa gamla hluti með sér að Búlandi 1901
og annaðist Sigríður þá vel eftir lát manns síns 1907. Hún átti gott, búið
beisli og úr fórum þcirra hjóna geymdist gamall stokkur með nokkru
af góðri látúns- og koparsmíði frá fyrri tíð.
Scint gleymi ég þeim fagnaðardegi 1952 er ég handlék þann stokk í
smiðjunni hjá Gísla Sigurðssyni á Búlandi og tíndi upp úr honum hvern
góðgripinn öðrum betri. Smiðjusótið hafði hulið nokkuð af fornri feg-
urð en auðvelt var að hreinsa það brottu. Þarna voru nokkrar fagurlega
grafnar látúnsplötur frá söðulbúnaði, hamólahringjur, skreyttur stokkur
frá hamólahringju og þrjár samstæður bitilskjalda frá beislum. Drjúgan
tíma tók að átta sig á þessum hlutum og raunar enn ekki að fullu gert.
Gísli á Búlandi gaf Skógasafni höfuðleðrið afbeisli Sigríðar árið 1969.
Það er búið ennislaufi af gerðinni EL III og eyrnaádráttum af gerðinni
EÁ II. Bitillinn hefur tengst kinnólum og taumum með sérstæðum
hætti. Öll koparsmíðin á þessu hlýtur að tengjast nafni Ólafs Þórarins-
sonar og færir að nokkru út þekkingu á verkum hans. Haldið á ennis-