Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 43
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
47
ofan í laufin. Hér sést greinilegur skyldleiki við ennislaufið frá 1807 á
Hnappavallabeisli og við skrautlauf á Þjrns. 1706 og á Reynivallabcisli.
Stök hringja sömu gerðar er í cigu byggðasafnsins í Skógum, gefin
því af Ingveldi Tómasdóttur í Prestshúsum í Mýrdal (S: 1234). Ekki
væri nú auðvelt að finna notum hennar stað ef ckki nyti við Búlands-
beislis.
Beisliskjálkar Þjms. 926, frá Guðmundi Péturssyni bókbindara á
Minna-Hofi á Rangárvöllum, eru með hringjum af svipaðri gerð,
óskreyttum og nokkru efnismeiri. Á þcssu öllu cr góð koparsmíði og
gripurinn einstæður í Þjóðminjasafninu. Um uppruna hans að öðru cr
ckkert vitað.
Líklegt er að búningurinn á Búlandsbeisli sé gerður fyrir Guðmund
Runólfsson, þá sennilega bónda í Bólstað í Mýrdal (1818-1838).
Bitilskildir frá Búlaudi
í „gullastokki“ Gísla á Búlandi voru, sem fyrr greinir, þrjár sam-
stæður bitilskjalda af bcislum, tvær sömu gerðar og Steinsstaðaskildir úr
Eyjafirði (Þjms. 5314—5316), ein cinstæð að gcrð en ber með sér ættar-
mót sem leiðir hana inn í smíði Ólafs Þórarinssonar.
Oft er það svo að hugmyndir þurfa góðan tíma til að brjóta sig áður
en þær verða að niðurstöðu. Ærinn tíma tók það mig að átta mig á bitil-
skjöldunum einstæðu frá Búlandi. Svo var líkt því sem ský drægi frá
sólu er ég sá beislishöfuðlcðrin Þjms. 909, Þjms. 1706 og í framhaldi af
því endurnýjaði kynnin við Reynivallabcislið góða. Samsvörun bitil-
skjaldanna á þessum beislum við bitilskildina frá Búlandi er nógu mikil
til þess að ekki fór á milli mála um áhrif og skyldleika. Framanaf hugði
ég Búlandsskildina verk listamanns á 17. öld cn niðurstaða athugana nú
er sú að þeir hljóti að vcra verk Ólafs Þórarinssonar, yngri en skildirnir
á Þjms. 909, Þjms. 1706 og á Reynivallabcisli, einn af tindunum í smíði
manns sem vaxið hefur til leikni og listar cftir því sem árum fjölgaði.
Búlandsskildirnir voru ekki í fastri för með ennislaufum né eyrna-
ádráttum. Það gerði ákvörðun um uppruna þeirra nokkru erfiðari.
Sterkasta sönnunin felst í samanburði þcirra við ennislauf af gerð EL III,
verk og stíll vitna greinilega um það að sami maður hlýtur að hafa verið
að verki. Skildirnir eru glæsilegt dæmi um það hve góðu lífi list mið-
alda lifði hjá Skaftfellingum á fyrra hluta 19. aldar. Búlandsskildir bera
safnnúmer S:32. Þcir cru kringlóttir, íhvolfir, 6,3 cm í þvermál. Þrjú
kringlótt smágöt á hvorum þeirra bera því vitni að þeir hafa verið
lmoðaðir á undirstöðu og höfuðleðrið Þjms. 909 sýnir grcinilega