Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 49
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
53
spáð í hnefa um aldur hans. Þessir hlutir hafa þó lengi fylgst að. Björn
telur að þessi koparsmíði muni helst hafa verið komin af uppboði í eigu
föður hans, Lofts Þórðarsonar á Bakka.
Telja verður að ádrættirnir allir og ísmeygjan séu verk Ólafs Þórar-
inssonar. Einn ádrátturinn hefur nákvæma samsvörun við ádrátt í beisl-
isbúningi frá Blómsturvöllum og samstæðan, ásamt ísmeygju, eiga
hliðstæður á Keldnabeisli.
Annar eyrnaádrátturinn er sem fyrr getur eftirlíking og hlýtur að vera
svo til kominn að annar ádrátturinn úr samstæðunni hefur brotnað eða
glatast. Koparsmiður hefur steypt annan eftir þeim varðveitta og reynt
síðan að grafa samskonar skrauthnút og á honum var en farist heldur
óhönduglega.
Björn Loftsson kann ekkert að segja frá ennislaufi með þessum beisl-
isbúningi og virðist það löngu glatað. Bakkagripir bera safnnúmer
3699.
Beisliskjálkar
Kjálkabeisli (stangabeisli) voru komin til sögunnar löngu fyrir daga
Ólafs Þórarinssonar. Bcisliskjálkar úr járni og kopar, frá 17. og 18. öld
að því er ætla má, þekkjast á söfnum. Fornlegir beisliskjálkar úr kopar
í Skógasafni eru með ártali 1646 og kann það vel að vera ófalsað. Til cru
forkunnar fagrir beisliskjálkar steyptir úr kopar á söfnum og hjá ein-
staklingum. Koparkjálkar sem tengjast í smíði nafni Ólafs Þórarins-
sonar út frá fylgihlutum eru einfaldir í fornti og látlausir, gætu vcrið
gerðir af hvaða koparsmiði sem væri á 19. öld. Getið hefur verið enn-
islaufs og eyrnaádrátta í eigu Einars El. Einarssonar á Skammadalshóli
í Mýrdal, úr eigu Þorsteins Jónssonar afa hans, gjöf Stefáns Hannes-
sonar á Hnausum. Laufinu og ádráttunum fylgdu beisliskjálkar úr
kopar, sem nú eru glataðir. Var annar þeirra brotinn undir lokin. Einar
á Skammadalshóli man þá vel. Hann vísaði mér til þess að beisliskjálkar
svipaðrar gerðar væru til á Norður-Götum í Mýrdal, aðeins nokkru
minni.
Beisliskjálkar á Norður-Götum eru vel varðveittir, grannir, efnislitlir,
13 cm að lengd, augsýnilega frá kvenbeisli. Þeir eru með bitlum, járn-
keðju og sigurnöglum úr járni. Kann sújárnsmíði að vera upprunaleg.
Bitilhöld í kjálkunum eru lítt slitin. Upphleyptir þríhyrningar eru yfir
bitilhöldum og grafin skreyting á efra borði þeirra er í sama formi.
Tvær greinar tengja efri og neðri liluta kjálkanna, önnur sveigð og þrí-
klofin um miðju. Heildarsvipur er þokkalegur.