Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 52
56
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
x/Kpprn^rt
Mynd 29. Signet Ólafs Þórarinssonar eftir bréfi
frá 1839. Teikning T. Addyman.
Mynd 30. Signet frd Króki. Ljósin. Ole Wicli.
Mynd 31. Signet frá Króki í Meðallandi. Kynni
að vera nr eigu Erasinusar Halldórssonar í
Botnum. Ljósm. Ole Wich.
í för minni um Vestur-Skaftafcllssýslu í byrjun september 1952 hand-
lck ég fornlegt koparinnsigli hjá Eiríki Hávarðssyni í Króki í Mcðal-
landi (1914—1980). Hafði Eiríkur fundið það í rústum Gamlabæjar á
Syðri-Steinsmýri skömmu eftir 1930 og liittist svo undarlega á að
fangamark hans, EH, var letrað á það. Bræður Eiríks, Halldór og
Hávarður, létu Skógasafni innsiglið í té í nóvember 1981.
Leturflötur þessa innsiglis er réttur hringur, 1,7 cm í þvermál. Tvísett
lína er grafin með brún hringsins. í neðri helming hans er grafin mcð
reitamunstri líkt og býkúpa á hvolfi. Upp frá henni rís krossmark.
Hægra megin við það er upphafsstafurinn E, vinstra megin upphafsstaf-
urinn H, báðir með latnesku letri. Þverstrik skilur á milli „býkúpunnar"
og krossmarksins og endar beggja vegna í þremur grönnum laufum.
Jnnsiglið er 3,2 cm á hæð. Sjálft handfangið er blaðlaga, 2,4 cmXl,9
cm. Gegnskorið blaðskraut er innan í haldinu, blaðskrýddur sproti rís
þar upp, endar í liljublaði og blaðvafningar til beggja hliða. Þetta hefur
mikla samsvörun við lijartatoturnar í ennislaufum Ólafs Pórarinssonar
af gerð EL III. Línur eru grafnar ofan í mót laufa og miðju laufa til þess
að gefa verkinu sterkari álirif. Á öllu þessu er samræmt og gott verk.