Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 58
62
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 36. Hnausakisla í Skógasafni. Ljósm. Ole Wich.
cr vinstra megin við gafl. Lamir eru stuttar og óskreyttar. Skráarlaufið
er einfalt að gerð, smíðað úr eir, 9,7 cm á hæð, 3,6 á brcidd, dregst að
sér til enda. Þokkasvipur er á allri smíði kistunnar.
Mahóníkista Elínar sýndi mér að byggðasafnið á Skógum átti tvær
kistur sem hlutu að vera verk sama manns. Hafði ég nefnt aðra þeirra
Hnausakistu þótt fengin væri í Gröf í Skaftártungu. Kistan var keypt á
uppboði að Hnausum er Stefán Hannesson bóndi þar brá búi 1923.
Þctta er mikill og vandaður gripur, smíðaður úr heilum furuborðum og
sver sig að öllu til aldamótanna 1800. Talið liafði vcrið að kistan væri
úr búi afa og ömmu Stefáns á Hnausum, sr. Jóns Jónssonar (1767-1822)
og konu hans Dómhildar Jónsdóttur.
Hnausakistan var skráð inn í Skógasafn sem nr. S:259. Hún er 1,29
m á lcngd, 49 cm á breidd og 50 cm á hæð, ómáluð. Geirnegling er á
hornum og hliðfjalir ganga mcð snciðingu út fyrir gafla. Verklcg hef-
ilstrik eru við botn og á lokbrúnum. Kistan hefur verið með tvcimur
handröðum, löngu horfnum. Skrá og lykill hafa glatast. Mót eftir skrá-
arlauf sést í viðnum og hefur það verið laufskorið. Undir lokendum eru
trénegldir okar, 4,5x50 cm, laufskornir að ncðan og prýddir útskurði.
Er þar djúpskorinn laufaviðarbekkur scm breiðist frá miðju til cnda.
Lokið er smíðað úr heilu borði og grófltefluð sú hliðin sem inn snýr.
Lamir innan á kistulokinu cru laufskornar til enda með sama hætti og
á Blómsturvallakistu. Þær cru án efa upprunalegar. Má glöggt sjá að
þær hafa verið færðar til og viðurinn tekið mót af fyrri festingu. Teng-
ing loklama við kistuskrokkinn er nú biluð og lamafcstingar innan á
bakhlið kistunnar eru greinilega yngri en kistan. Þar sjást för eftir eldri
lamir sem liafa verið laufskornar á endum.
Gengið skal hér út frá því að sami maður hafi smíðað kistu og lamir
og verður kistan talin verk Ólafs Þórarinssonar. Væntanlega hefur hún
verið smíðuð í bú Hnausahjóna nálægt aldamótunum 1800.