Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Mynd 38. Merkurkisla frá 1829, lykill, skrá, lamir. Ljósm. Ole Wich.
Kistuskráin er nú ryðeydd nokkuð, einkum er skráarfóðrið tært og
raunar gateytt. Leifar af eirhúð sjást á því á þremur stöðum. Hlaupjárn
og ijöður halda sér allvcl. Skráarfóðrið er 14,5X9,5 cm en mjókkar þó
nokkuð upp. Skráin er sömu gerðar og skrá á furukistu á Blómstur-
völlum.
Kistulykillinn er að formi eins og kistulyklar á Blómsturvöllum en er
að öllu smíðaður úr járni. Lykilskeggið er brasað við pípuna með lát-
úni. Lykilhaldan er hjartalaga, með þrískiptu laufi eða lilju innan í
höldunni. Hnúður er ofan á höldu. Kross cr í lykilskeggi. Lykillinn er
12,3 cm á lcngd, breidd höldu 5 cm, lykilskeggs 3,1 cm. Lykillinn er
að öllu vel varðveittur. Hann á sér nú nokkra þekkta bræður.5
Steingrímur Lárusson bóndi í Hörgslandskoti á Síðu á gamla búrkistu
úr furu sem afi hans, Steingrímur Steingrímsson, keypti úr búi Sigurðar
Péturssonar bónda á Hörgslandi árið 1904 er Sigurður flutti austur að
Árnanesi í Hornafirði. Kistulykillinn er réttnefndur tvíburi við lykil
mahóníkistunnar á Blómsturvöllum. Skrá cr þá cinnig sambærileg við
skrá sönnt kistu. Verður kistan því talin hér verk Ólafs Þórarinssonar.
Hún er smíðuð úr hcilum borðum, cr 86 cm á lcngd, 44 cm á breidd,