Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 61
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
65
47 cm á hæð. Hefllstrik eru engin við op eða botn. Skráarlaufið er úr
látúni, tígullaga, óskreytt. Á framhlið er brennimerkt J J sent kynni að
vera fangamark Jóns Jónssonar hospítalshaldara á Hörgslandi, afa Sig-
urðar Péturssonar. I Seglbúðum í Landbroti er varðveitt myndarleg
ómáluð furukista, smíðuð úr heilum borðum. Innan á loki er ártalið
1831 sem á nokkra samstöðu með ártali á Merkurkistu. Ekkert þarf að
mæla gegn því að þessi kista sé verk Ólafs Þórarinssonar. Hann var 63
ára 1831 og sennilega með sæmilega starfsheilsu. Myndarleg furukista
skartar í kjallaranum undir íbúðarhúsinu á Núpsstað. Innan á loki er ár-
tal 1837, og vel skorið fangamark DBID sem útleggst Dagbjört Jóns-
dóttir. Dagbjört var fædd á Núpsstað 1809 og átti lengst af heima þar
til dauðadags 1873. Lamir kistunnar eru ekki laufskornar á endum og
skráarlauf er óskreytt. Kistunnar er getið hér sökum ártals og merk-
ingar en um höfund hennar verður ekkert fullyrt að svo stöddu.
f uppbænum á Kálfafelli í Fljótshverfi er gömul furukista, ómáluð.
Hún mun áður hafa verið fatakista og er með góðum handraða. Hún er
86 cm á lengd, breidd er 40,5 cm og hæð 44 cm. Lamir eru óskreyttar
og hefilstrik eru engin við botn eða op. Skráarlauf er áþekkt skráarlaufi
á furukistu á Blómsturvöllum (9x4,4 cm). Lykill og skrá virðast frá
annarri kistu því ummerki eru eftir eldri læsingu. Lykillinn virðist vera
verk Ólafs Þórarinssonar. Hann er með hjartalaga höldu úr kopar. Lauf
gengur niður í hjartað og annað kynni að hafa brotnað ofan af
hnúðnum þar sem halda og lykilleggurinn mætast. Lykillinn er 10,5 cm
á lengd, breidd höldu er 4,7 cm.
Ólafur Þórarinsson hefur gefið kistum sínum marktækar einkunnir í
lömum, skránr, lyklum og hefilstrikum. Lyklar tengja skýlaust saman
kistur á Blómsturvöllum, í Hörgslandskoti og frá Mörk á Síðu. Kistu-
lamir leiða saman Blómsturvallakistu, Merkurkistu og Hnausakistu.
Tígullaga lauf á lömum minna á laufið á hringjustokknum frá Búlandi
og á laufin sem skreyta suma ádrætti á beislum. Skráarlaufm á Blómst-
urvallakistu og kistu Davíðs Ólafssonar tengja saman kistur og kopar-
smíði á beislum og eru því einna þýðingarmest þeirra hluta sem hér
koma við sögu. Kistur hafa eyðst í hundraðatali hjá Skaftfellingum á
þessari öld en margar kistur Ólafs Þórarinssonar eiga þó sennilega eftir
að koma í leitir.
Leitað til Einars frá Iðu
í leit að munum Ólafs Þórarinssonar sneri ég mér til Einars Sigur-
finnssonar frá Háu-Kotey í Meðallandi, sem fæddur var 14. september
1884 og var sjóðfróður um menn og atburði á austursveitum. Tæpum