Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 62
66
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
mánuði áður en hann dó, 18. apríl 1979, skrifaði hann mér bréf sem í
engu bar því vitni að nær 95 ára gamall maður héldi um pennann. Ég
hafði spurst fyrir um kistur m.a. og gerði Einar þessa grein fyrir þeim:
„Kistur íslenskar mátti víða sjá, fallega smíði úr ljósleitum við, greni
furu, eða öðru, jafnvel harðvið, oftast geirnegldar, með handraða, lok
slétt, oft þó strik á brúnum, lamir úr járni, með langri spöng, sem náði
a.m.k. niður á miðja hlið og langt fram á lokið. Rós eða útflúr var á
þessum miklu hjörum. Skrár sterkar og stórar gjörðu járnsmiðir, all-
margbreyttar að gerð og aðeins tilheyrandi lykill gekk að.“
Einar ólst upp í nágrenni við sonarson Ólafs Þórarinssonar, Pál
Ólafsson frá Seglbúðum (1832-1901) og minnist hans í fyrrgreindu
sendibréfi: „Páll Ólafsson, lengi einsetumaður í Efri-Ey, smíðaði margt
úr timbri og járni. Ungur var ég þegar Páll smíðaði stórt kofort handa
mér. Efnið var hörð fura, ljósrauð að lit, heil fjalabreidd í liliðum og
göflum, botn og lok úr öðru efni. Geirnegling þcss var falleg. Lamir og
læsing slétt og snoturt. Allt smíðað af Páli, einnig lykillinn... Ýmislegt
var að sjá í kofa hans, ég kom oft til hans, þó aldursmunur okkar væri
mikill. Páll var alltaf góðkunningi Koteyjarheimilisins, Minnisstæð er
mér mjög stór kista sem stóð við norðurgafl, lokið var hallandi eða
kúpt, mahoní var efnið, slétt og fallegt. Líklega hefur Páll rifið þessa
miklu kistu og smíðað eitthvað úr efninu. Seinna komst ég að því að
kista eins að stærð og lagi var í búi Ólafs bónda að Efri-Steinsmýri,
bróður Páls, var notuð til korngeymslu, fornleg. Þessar stóru mahoní-
kistur voru stundum umtalsefni.
En hver var sá er smíðaði þær: Amma mín, Kristín, fædd að Skurðbæ
1830, dóttir Einars bónda þar og að Eystri—Lyngum, sagði í þessu sam-
bandi: „Enginn þeirra bræðra hefur smíðað þær og valla Ólafur í Segl-
búðum faðir þeirra. En svo var afi eða langafi Ólafur smiður Þórarins-
son, allt voru þetta smiðir,“ sagði hún, þá orðin gömul en minnug og
hafði margt heyrt og séð.“
Olafur Ólafsson á Efri-Steinsmýri, bróðir Páls, dó 1903. Kista hans
hin mikla, sem Einar Sigurfinnssón sá á Steinsmýri, hefur væntanlega
verið kista Davíðs Ólafssonar, en kynni þó að vera sama kistan og
Einar sá hjá Páli í Efri-Ey, sem lét enga niðja eftir sig. Eitt ber þó hér
á milli í lýsingu en það er hallandi eða kúpta lokið en Einar gæti hafa
misminnt það.
Lyklar
Sveinn Pálsson læknir greinir frá skráarsmíði Ólafs Þórarinssona>-.
Engin skrá er án lykils og lyklar varðveitast oft lengur en skrár. Líklega