Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Qupperneq 67
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
71
Smíðatól og smíðaföng hljóta að helgast þeim feðgum báðum og er
framtal þeirra hið merkasta. Smiðjur eru fram taldar fjórar, renni-
smiðja, dragsmiðja, smiðja til að kveikja við og svo belgur og blístra
hefðbundinnar eldsmiðju. Rennismiðja er handsnúinn rennibekkur,
dragsmiðja var höfð til þess að draga látún. Langspilasmiðir þurftu slíka
smiðju er þeir drógu strengi um draglöð. Smiðja til að kveikja við
hlýtur að vera tcngd málmkveikingu.
Ekki er út í bláinn gert að telja hér fram Seglbúðasafn í smíðaáhöld-
um og smíðaefni: Langhefill, dobulhefill, 3 stuttheflar, 7 plóg- og strik-
heflar, grindasög, 2 stingsagir, 7 sporjárn, 3 bussar og bjúghnífur,
skaröxi og handöxi, 3 hornmát, sveif með 3 nöfrum, rennibor, 2
sirklar, vakurpassi og tommustokkur, 2 stórviðarsagir, hefilbekkur,
stcðji, 2 hamrar stórir, 5 smáhamrar lítt nýtir, járnsleggja, steinsleggja,
kúfótur, 2 naglbítar, löð, skrúfstykki virt á 2 dali, 5 þjalir lítt nýtar,
snúningshjól, eirklippur, stokkur með eir og látúnsrusli, stokkur nreð
koparrusli, stokkur með járnarusli, stokkur með stimplum, stokkur
með mótum virtur á einn dal, þriggja dala virði af látúni, ankersleggur
veginn 13 fjórðunga.
Skráin færir gott efni í fang. Gott væri nú að hafa mótastokkinn undir
höndum. Varðveitti hann ekki eitthvað af mótum Ólafs Þórarinssonar?
Páll sonur Ólafs hlaut mótin í lóð sitt. „Stokkur með stimplum" leitar
svara. Hvaða stiinplar voru það? Líklega hafa þeir Seglbúðafeðgar
bundið bækur með þrykktum spjöldum. Hvar er þær nú að finna?
Hvað um eirklippur, eirrusl, koparrusl, látúnsrusl og þriggja dala látún-
ið? Þetta segir efalaust þá sögu að Seglbúðabóndinn Ólafur Ólafsson
hafi fetað í fótspor föður síns í málmsmíði. Hann hefur búið söðla og
söðulreiða austansveitamanna látúni og því átt birgðir af því í búi er
hann féll frá. Af smíði hans þekki ég nú aðeins með fullri vissu brenni-
vínshorn senr hann var nýbúinn að skera út er dauðinn klippti á þráðinn
1864.
Niðurstaða
Meginhlutinn af verkum Ólafs Þórarinssonar hefur án efa verið
gerður eftir pöntun. Einna stórtækust hefur verið koparsmíði til reið-
tygja. Flest bendir til þess að Ólafur hafi yfirleitt smíðað og selt sam-
stæðan beislisbúning. Einn koparhlutur sem kemur í leitir frá slíkri
smíði getur því talist fullgilt vitni um samstæðan beislisbúning sem að
öðru er glataður. í minjasöfnum rnætir maður þeim vanda að slík sam-
stæða gæti hafa dreifst þar við skráningu, hlutir sem áttu saman hafi
verið skráðir inn undir mismunandi númerum. Þetta er t.d. glöggt í