Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 68
72
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þjóðminjasafninu og í Nordiska museet, eðlileg afleiðing þess að safn-
menn gerðu sér ekki grein fyrir því að hlutirnir áttu saman frá upphafi
og voru verk sama manns. Sjá má þá einnig að Sigurður Vigfússon
dreifði hlutum milli safna.
Varðveittur er að meira eða minna leyti koparbúningur af 37 beislum
með höfundareinkennum Ólafs Þórarinssonar og er þá cinungis nriðað
við þá hluti sem komið hafa í leitir mínar. Enginn vafi leikur á því að
hjá einstaklingum og í söfnum leynist enn eitthvað af koparsmíði sem
ég hef ekki kornist í færi við. Þetta er furðulega mikið þegar litið cr til
þess hve geysimikið af gamalli koparsmíði hefur glatast á síðustu tveim-
ur, þremur mannsöldrum.
Glöggt er að Ólafur hefur verið stórtækur í kistusmíði og þurfti þar
ekki neitt til annarra að sækja. Ég tel mig hafa séð sjö kistur hans en
mun fleiri kunna enn að leynast í húsum Skaftfellinga. Einn kistulykill
sem verður á vegi vitnar þá einnig um kistu. Það gera t.d. kistulykill
frá Maríubakka og kistulykill frá Skammadalshóli. Vafalaust hefur
Ólafur smíðað fjöldann allan af hurðarskrám þótt um þær vitni nú að-
eins einn bæjardyralykill frá Seljalandi og e.t.v. hurðarskrá og lykill á
Hofi í Öræfurn.
Ekki fer hjá því að Ólafur hafi grafið eða drifið látún til söðla en þar
hefur eyðingin verið svo stórtæk að naumast þekkist nú nokkur málm-
smíði af þeim toga úr Vestur—Skaftafellssýslu sem talin verði til tíma-
bilsins 1790-1840. Látúnsbúnar svipur frá þeim tíma þekkjast heldur
ekki.
Samfélag Ólafs Þórarinssonar hafði mikla þörf fyrir smíði á Ijósfær-
um, ekki síst lýsislömpum sem voru af ýmsum toga hvað varðar efni
og smíði. í Seglbúðum í Landbroti er varðvcittur góður lýsislampi.
Skálarnar eru steyptar úr kopar og neðan á annarri er letrað: 1820 P.B.
E.E. Þetta virðast helst vera tvö fangamörk og ártalið 1820 kemur vel
heim við tímabil Ólafs Þórarinssonar. Þarna verður þó aldrei komið við
öðru en líkum.
Ólíklegt virðist annað en Ólafur hafi smíðað kvensilfur eftir þörf síns
tíma. Hér mun ekki reynt að tengja nafn hans við nein varðveitt verk
á því sviði og rannsókn ekki auðveld þar scm fátt er nú til af görnlu,
þekktu kvensilfri úr sveitunum „milli sanda.“ Ekki var allt kvenskart úr
silfri og hér kemur til álita Þjms. 4409, „Beltispör úr prinsmetal með
hnapp úr kopar,“ eins og segir í safnskránni 10. nóvember, 1897. Um
uppruna eða sögu er ekki vitað. Hnappurinn, sem svo er nefndur, er
raunar með greinilegum höfundareinkennum Ólafs Þórarinssonar og
kemur óvænt saman við prinsmetalstokkana. Þetta er koparskjöldur