Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 69
ÞJÓÐHAGINN FRÁ HNAUSUM
73
Mytid 41. Þjttis. 4409. Beltisskjöldur.
Ljóstti. Guðtuutidur Iugólfssou/ íinynd.
með samanfléttuðu tölunni 888, nákvæmlega með sama hætti gert og á
umtöluðum beislisskjöldum í Þjóðminjasafni, Skógasafni og Nordiska
museet. Stærðarmunur er þó nokkur, þessi skjöldur er mun minni,
þvermál 4,3 cm á móti 5,6 cm. Bendir það fremur til þess að skjöldur-
inn sé að upphafi ætlaður til beltispara en allt útlit hefur hann fyrir að
eiga ekki samstöðu með stokkunum sem nú fylgja honum. í Þjóðminja-
safni eru aðrir stokkar af sömu gerð, Þjms. 3798 og þessu skylt er
númerið 595 í Þjms. en um það segir Sigurður Guðmundsson í safn-
skránni 9. júlí, 1868: „Beltispör úr prinsmetal, grafin, sem fátækar
konur báru á næstliðinni öld og framan af þessari, ásamt svuntu-
hnöppum úr sama efni.“ Gefandi Þjms. 4490 var Guðmundur Péturs-
son bókbindari á Minna-Hofi á Rangárvöllum og bendir það fremur til
þess að það sé komið af Suðurlandi.
Gripir Ólafs Þórarinssonar sem hér hafa komið við sögu hljóta að
vera aðeins lítill hluti þess sem hann afkastaði á langri smiðsævi. Afköst
hans liafa verið geysimikil og gegnir furðu þegar litið er til þess að engu
síður var þjónað list en handverki.
Ólafur var þroskaður listamaður af aldagömlum skóla. Verk hans
lýsa því að list fyrri alda hafði alið hann upp og skólað. Samfélag hans
á austursveitum hefur átt gnótt alþýðulistar frá 17. og 18. öld, ekki síst
í málmsmíði til rciðtygja, handhæga til fyrirmynda og áhrifa. Söðul-
reiðinn Þjms. 1229 er frábært dæmi um meistaratök í málmsmíði 17.
eða 18. aldar. Líklega hefur hann aldrei orðið á vegi Ólafs en ekki þarf
nema að líta á eina skrautplötu lians til að sjá að hliðstæð verk hafa ekki