Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 77
GRÁGÁS. VANMETIN OG MISSKILIN HEIMILD
81
hefur honum þessvegna sést yfir veigamikil heiðin hugtök, s.s. borinn í
orðasafni hans í Skálholtsbók (Gr. III, 579—714). (Sjá frekar þar um: Jón
Stcffensen: Upphaf ritaldar á íslandi. Árbók liins íslenzka fornleifafélags
1980, 74-80.)
En telja má líklcgt að þeir scm lctu rita Konungsbók og Staðarhóls-
bók fyrir sig hafi álitið það lög sem á þeim stóð og ágreiningslaust er
að Vígslóði var ritaður á Hafiiðaskrá, en það hljóta að vera síðari við-
bætur við hana þegar segir í Vígslóða Konungsbókar um þræl, sem
gefið er frelsi, að goði eigi að leiða hann í lög og síðan:
Hálfan rétt scal hann taca cr hann komr a iarls iorð. en þa allan oc
fullan er hann komr a konvngs iorð. (Gr. I a 192; Gr. II 190, cn þar
er greinin í festaþætti, og í Griðamálum er talað um „konung vorn“
Gr. II, 403.)
Það cr fráleitt að jarls- og konungsjörð hafi átt heima í þjóðvcldis-
lögunum, jafnt þótt bæði Konungsbók og Staðarhólsbók séu samhljóða
um það atriði. Maður spyr sjálfan sig hvaða aðilar á íslandi höfðu áhuga
á jarldómi? Ég tel að þar sé aðeins um einn að ræða, hinn eina jarl er
hér hefur verið, Gissur Þorvaldsson, og að hann hafi látið gera bæði
þessi miklu og vönduðu handrit fyrir sig. Það að bæði handritin liafi
verið í cigu sama manns gæti vcrið skýringin á hinu sérstæða inntaki
þeirra, sem virðist öðrum þræði sniðið til uppfyllingar hvors annars,
ennfremur á því, að á sumum lagagreinum er aðeins upphaf þeirra án
þess að sömu grein sé að finna annarsstaðar í handritinu ritaða að fullu,
cn cr rituð að fullu í hinu handritinu (sbr. upptalningu þessara staða í
Gr. III, 568-571). Ennfremur bendir eftirfarandi lagagrcin í festaþætti
Staðarhólsbókar til óska Gissurar Þorvaldssonar:
Rétt er at nraðr kavpe til cigcn kono ser ambatt.xii. avrom fyrir lof
fram (Gr. II, 190).
En í Vígslóða Konungsbókar hljóðar sama grcin:
Rétt er at maðr cavpe til carnaþar scr amböt xii. avrom fyrir lof fram
(Gr. I a, 192)
og má svo hafa staðið í Hafliðaskrá. Það verður ekki annað séð en að
Gissur bciti fyrir sig þessari grein Staðarhólsbókar í deilunum við síra
Árna Þorláksson, cr veitti Hólastól forstöðu 1265 eftir lát Brands
biskups, út af kvonfangi Odds djákna, eða eins og segir í Árna sögu
biskups (útg. Þorleifur Hauksson, Rv. 1972, bls. 9):
Bar jall fram fornann land sid og sialfs síns dæme og margra annara
manna, til þess að þess háttar hiona lag sem var med Odda og hans
konu hefde leinge vered lofad, enn þad var ofyrcrsyniu nockud sinn
fyrer boded.