Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 87
SKRÁ UM ENSKAR ALABASTURSMYNDIR FRÁ MIÐÖLDUM
91
virðist vera ein íslensk Maríubrík er kemur frá Munkaþverárklaustri
(sjá nr. 8 í skrá hér á eftir) en hún er nú í Nationalmuseet í Kaupmanna-
höfn.
B. 1420-1450: Einkenni þessa tímabils eru sérstakar spírur úr alabastri
yfir hverri mynd og tréumgjörð bríkanna er íburðarmeiri en áður.
Kantar eru grófir og yfirleitt lítið unnir og persónur eru skornar nær
sjálfstætt frá bakgrunni. Myndefnið er ýktara en áður og persónur flciri
í hverri mynd. Klæðnaður og bakgrunnur er skreyttur blómum, laufum
eða öðru munstri, yfirlcitt í hvítum eða rauðum lit. Gylling er mjög
áberandi. Smáatriði í bakgrunni eru frekar máluð en útskorin. Hermenn
bera hjálmgrímur og hafa þröng belti um mjaðmir. Persónur eru í
kyrtlum með þröngum ermum, í kápum og með vefjarhetti.
Algengast er að bríkur hangi á bak við altarið en þær gátu einnig
staðið á því ef um minni töflur var að ræða. Vængjabríkur eru algeng-
astar.23 Nottingham er oft nefnd í heimildum við lok tímabilsins.
3. J450-1500:
Á seinni hluta 15. aldar stækkuðu altaristöflurnar og voru þá fram-
leiddar bríkur mcð tveimur myndröðum t.d. altaristafla í Compiégne í
Frakklandi, 1475-1500. Hún sýnir píslarvætti Krists og er sett saman af
tíu lágmyndum og tuttugu smærri myndum af postulum.24 Pó eru enn
framleiddar bríkur með einni röð lágmynda eins og áður. Lágmyndir er
sýna höfuð Jóhannesar skírara urðu að stóriðnaði. Nottingham var aðal-
framleiðslustaður þeirra, sem og annarra mynda á þessu tímabili.25
Pokaermar eru algengar, en vopn og klæði þó svipuð og á fyrra tíma-
bili. Stíllinn einkennist nú af grófum og mjög fljótfærnislegum skurði,
tilgerðarlegum hreyfingum persónanna, yfirhlöðnum myndfleti og
miklum lit og gyllingu.2í’ Frá þessum tíma er ein nákvæmlega tímasett
altaristafla í Santiago de Compostela á Spáni frá því rétt fyrir 1456.27
Frá þessu tímabili eru margar íslenskar altaristöflur, t.d. frá Hítardal
(sjá nr. 2), Hvanneyri í Borgarfirði (sjá nr. 5) og Möðruvöllum í Eyja-
firði (sjá nr. 9), sem verða nokkuð nákvæmlega tímasettar með stuðn-
ingi máldaga kirknanna, og einnig vængjabríkur frá Hólurn í Hjaltadal
(sjá nr. 3) og Þingeyraklaustri (sjá nr. 14) báðar frá um 1470.
Alabastursmyndir á íslandi
í Englandi sjálfu hefur engin heil altaristafla varðveist, aðeins gífur-
legur fjöldi einstakra lágmynda. En verkum var komið undan frá Eng-
landi um siðaskipti og þaðan fóru mörg þeirra yfir til meginlandsins.