Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Qupperneq 94
98
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Hvanneyri í Borgarfirði, 1570-1579, „alabastrum brijk kostulig ijfer all-
tare.“ (DI XV, 627).
Strönd í Selvogi, 1570-1579, „Jtem Alabasturbrijk ijfer haalltarenu. “ (DI
XV, 642).
Kirkjubcer í Hróarstungu, 1570-1579, „Brijk a haalltarenu med Alabastr-
um stein.“ (DI XV, 679).
Höfðabrekka í Mýrdal, 1570-1579, „Jtem alabasturs brik broten." (D1
XV, 704).
C. Skýrslur til dönsku fornleifanefndarinnar 1817-1823: 1 skýrslum presta
til dönsku fornleifanefndarinnar (Commissionen for oldsagers opbevar-
ing) 1817—1823 er getið um ensk alabastursverk í níu kirkjum, af þeim
eru þrjú í kirkjum þar sem alabastursverka er ekki getið í máldögum
þeirra. Þessar kirkjur eru Þingmúli, Vallanes og Sclárdalur.
Hér á eftir fer skrá yfir þær kirkjur þar sem gctið er um alabasturs-
verk:45
Kirkjubær í Hróarstungu, 3. sept. 1811 og 4. nóv. 1817, altarisbrík. Sama
brík og varðveitt er í Þjms. sjá nr. 7.
Þingmúli í Skriðdal, 9. janúar 1821, Péturslíkneski.
Vallanes á Fljótsdalshéraði, 25. sept. 1819 og 16. okt. 1818, höfuð
Jóhannesar skírara með vængjahurð fyrir framan. í DI V, 697, frá 1541
er getið um „Johannis baptiste imagines", en ckki er tiltekið í hvaða efni
myndin er. í ferðabók Paul Gaimards cr sýnd alabastursmynd af höfði
Jóhannesar skírara úr Vallaneskirkju. Hún er þar ranglega nefnd Ecce
Homo (mynd 11).4<’
Hvanneyri í Borgarfirði, 31. júlí 1821, píslartafla. Brot úr bríkinni eru
varðveitt í Þjms. sjá nr. 5.
Hítardalur á Mýrum, 7. ágúst 1817, Maríubrík. Sama brík og varðveitt
er í Þjms. sjá nr. 2.
Staðarhóll í Saurbœ, 26. júlí 1817, altarisbrík.
Selárdalur í Arnarfirði, 17. ágúst 1821, cruciflx. Sama mynd og heilög
þrenning í Þjms. sjá nr. 12, en þar heldur Guð faðir á Kristi krossfest-
um.
Þingeyrar, 1817 og 22. sept. 1817, altarisbrík. Passio Christi. Sama brík
og varðveitt er í Þingeyrakirkju, sjá nr. 14.
Möðruvellir í Eyjafirði, 23. sept. 1817, Maríubrík. Sama brík og varð-
veitt er í Minjasafninu á Akureyri, sjá nr. 9.