Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Qupperneq 102
106
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
brikur, ij með alabastrum af þeim...“ en því miður hefur máldagi
Ölafs biskups Rögnvaldssonar fyrir Hóladómkirkju frá lokum 15.
aldar ekki varðveist.44
Hólabríkin hefur einnig nokkur einkenni senr benda til seinni hluta
15. aldar þegar alabastursiðnaðurinn var orðinn að mikilli fjölda-
framleiðslu. Fyrst er að nefna að skurður töflunnar er dýpri en á
Hítardalstöflunni. Einnig virðist það ekki verða venjulegt að setja
tvö efnisatriði saman á einni mynd fyrr en á seinni hluta 15. aldar,
er altaristöflurnar lengdust.48 Einnig cr einkennilcgt að höfundur
hefur ekki sett sálirnar í dúk, þær sem sjást fyrir ofan Krist á kross-
inum á miðmyndinni. Samkvæmt Chcetham eru sálir einungis
sýndar í dúk svo að þessi útgáfa er einstæð. Það bendir einnig til
seinni tíma.49 Þá er á miðtöflu sýnd þjáning Krists fyrir neðan
heilaga þrenningu, sem er myndefni sem var á neðri hluta lág-
mynda er sýndu höfuð Jóhannesar skírara og voru í sérstakri
skápaumgjörð. Þar rís Kristur úr gröf sinni sem er kista. Þessar
Jóhannesartöflur voru gerðar í Nottingham og urðu að stóriðnaði.30
Framleiðsla á þeim hófst í byrjun 15. aldar, en þetta myndefni birt-
ist ekki fyrr en eftir 1450 og kom þá í staðinn fyrir Agnus Dei (sbr.
mynd 11 frá VallanesijÖ í þessari töflu afhcilagri þrenningu vantar
dúfuna og er engin hola eða pinni sem bendir til þcss að dúfa hafi
nokkurn tímann verið á brjósti Guðs föður cins og á Hítardalstöfl-
unni. Hafa sálirnar því íkónógrafískt séð komið í staðinn fyrir dúf-
una.52 Allt þetta cru vísbendingar um að bríkin sé frá seinni hluta
15. aldar og einnig að htin komi frá Nottingham. Nclson hefur
tímasett töfluna um 1470.
Heimildir:
DI IX, bls. 296.
Skýrsla Hólastóls frá 1685, nú í Þjóðskjalasafni.
Guðbrandur Jónsson 1919, bls. 24, 293-294.
Nelson 1920, bls. 194-196, fig. II.
Ibid., trans.hist.soc., 1920, bls. 55.
Hildburgh 1925, bls. 205.
Pitman 1954, bls. 227 fig. XXIV.
Cheetham 1984, bls. 44, 57, 68, 72, 113, 223-224, 234, 272, fig. 26.
Storð 1985, bls. 41, myndir bls. 41.
4. Hvammnr í Norðurárdal (mynd 3)
Lágmynd úr Hvammskirkju í Norðurárdal, nú í Þjóðminjasafni
íslands (Þjms. 10898), kom til safnsins 1930 frá Nationalnruseet í
Kaupmannahöfn, cn þangað kom hún árið 1828.