Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 107
SKRÁ UM ENSKAR ALABASTURSMYNDIR FRÁ MIÐÖLDUM
111
Heimildir:
DI XV, bls. 678-679.
Frásögur um fornaldarleifar 1983, bls. 8,15.
Cheetham 1984, bls. 57.
Storð 1985 bls. 41-42, myndir bls. 42.
8. Munkaþverá (mynd 5)
Altaristafla úr klausturkirkjunni á Munkaþverá, nú í Nationalmuseet
í Kaupmannahöfn (nr. 20504) kom til safnsins 1862.
Stœrð: 71.0x175.0 Hver tafla: 38.5, 36.0x11.5, 24.0, 23.5.
Tímasetning: 1420—1440.
Lýsing: Þetta er Maríubrík með sjö lágmyndum er sýna: 1)
Jóhannes skírara 2) boðun Maríu 3) fæðingu Krists 4) upprisu Krists
í miðið 5) uppstigningu Krists 6) krýningu Maríu 7) Jóhannes guð-
spjallamann.
Bríkin sýnir fnnm gleðiviðburði í lífi Maríu eða eins og stendur á
leturborða undir myndunum: S Johls b' Gaude casta cöcipiens
Gaude v’go pturiens Gaude nato re/urgente Gaude xto aþcendente
Gaude celo collocata S Joh eua (S(anctus) Joh(ann)is. Gaude casta
coHCÍpiens. Gaude v/rgo purturiens. Gaude nato resurgentc. Gaude
Chmto ascendcnte. Gaudc celo collocata. S(anctus) Joh(annes)
eua(ngelista).).
Altaristaflan er mjög vel varðveitt og mikið er eftir af uppruna-
legum lit. Einstakar lágmyndir sýna hefðbundið myndefni. Stíll
þessara mynda er einfaldari cn í öðrum íslenskum altaristöflum.
Einnig er skurður þeirra grynnri. Að ofan er útstætt þak yfir pcr-
sónunum. Hér er ekki alabastursverk yfir hverri mynd heldur að-
eins mjóir trclistar skreyttir gylltum ferhyrningum með upp-
hleyptum punktum eins og þeim sem eru á milli myndanna. Þar
fyrir ofan eru stílfærð laufblöð. Meðhöndlun myndefnis bendir
einnig til að hún sé af eldri gerð en aðrar bríkur varðveittar hér á
landi.
Aldur: Klaustrið á Munkaþverá brann og allir innanstokksmunir
þess árið 1429 samkvæmt Lögmannsannál 1429-1430, en þar segir:
„Brann kirkian og klavstrid allt at Mvnkaþverá“.’>s í máldaga frá
1469 er ekki getið lausamuna klaustursins cn í Sigurðarregistri árið
1525 er getið um brík, en ekki úr hverju hún sé.5<) Taflan gæti hafa
komið til klaustursins rétt eftir brunann. En hún er ekki yngri en
frá um 1450 því að þá verður mjög ákveðin stílbreyting eins og sjá
má í öðrum alabastursverkum varðveittum hér á landi. Taflan hefur
verið tímasett af Nelson um 1430.