Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Tímasetning: 1450—1500.
Lýsing: Altaristafla er sýnir píslarvætti Krists í níu lágmyndum. Pær
sýna: 1) Pétur postula 2) svik Júdasar 3) húðstrýkingu Krists 4)
krossburðinn 5) krossfestinguna í miðið 6) Krist tekinn niður af
krossinum 7) Krist lagðan í gröfina 8) upprisuna og 9) Pál postula.
Á leturborða stendur: Scs ptrus Captus e/t ihc Flagellatus e/t ihc
Baiulacio crucis Crucifixus eft ihc Depo/Itus eft i[h] Sepultus eft
ihc] Re/urreccio dhi Scs paulus (Sanctus Petrus. Captus est Iesws.
Flagellatus est Iesus. Baiulacio crucis. Crucifixus est Iesus. Depositus
est I[esws]. Sepultus est lestis. Resurreccio domini. Sanctus Paulus.).
Taflan er illa farin og mikið brotin. Einstakar töflur hafa brotnað
illa, einkum sú í miðjunni. En þó er litur afar vcl varðveittur og
mikið er eftir af gyllingu. Myndefni töflunnar er líkt Hólabríkinni
(sjá nr. 3), t.d húðstrýkingin, greftrun Krists, upprisa Krists og
svik Júdasar. í myndinni af svikum Júdasar nær atburðurinn yfir
allan myndflötinn eins og er algengara, en ekki tvö efnisatriði eins
og sýnd eru á Hólatöflunni. Myndirnar af krossburðinum og niður-
tökunni af krossinum eru óvenjulegt myndefni í alabastri.
Aldur: Ekki er minnst á neina brík í máldaga kirkjunnar 1525 heldur
er einungis getið um líkneski.61 Því er taflan annaðhvort frá því
eftir 1525 eða hún hefur ekki borist til landsins fyrr en eftir siða-
skipti til að bjarga henni frá glötun. Hún ber öll einkenni alabast-
ursmynda frá síðasta tímabili þeirra: Margar lágmyndir í cinni brík,
margar persónur í einni mynd og grófur og óvandaður skurður.
Heimildir:
Nelson 1920, bls. 192-194, fig. I.
Cheetham 1984, bls. 57, 68, 135, 138, 272.
Storð 1985, bls. 41.
12. Selárdalur (mynd 8)
Lágmynd frá Selárdalskirkju, riú í Þjóðminjasafni íslands (Þjms.
2105), kom til safnsins árið 1882.
Stœrð: 56.0x34.5.
Tímasetning: 1450-1500.
Lýsing: Lágmynd af hcilagri þrenningu en dúfuna vantar. Lítið er
eftir af upprunalegum lit, þó er enn gylling í hári, skeggi og kór-
ónu, himni og geislabaug og rauður litur innan í kápu Guðs föður.
Skápaumgjörð er með upprunalegum hurðum, en skápurinn virðist
vera yngri. Hurðir eru rauðlitaðar að utan, en mcð marglitar sólir
eina innan í hverjum hinna þriggja reita. Guð faðir situr í hásæti og