Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
það aðallega við um húðstrýkingu og upprisu Krists. Dúfuna
vantar á miðtöfluna, en hola er undir skeggi Guðs föður sem er
mjög undarlegur staður. Hún ætti að vera töluvert neðar og er því
álitamál hvort hún sé upprunaleg og ætluð sem hola fyrir dúfu.
Aldur: Taflan er fyrst nefnd í máldaga kirkjunnar 1525, eins og
bríkin í Hóladómkirkju, en þar segir: „brik med alabastrum yfer
haalltare" en einnig er getið um „mariulikneski .iij. eru .ij. med
alabastrum... Olafs likneski. annad med alabastrum."44 Stíll töfl-
unnar bendir til svipaðs aldurs og Hólatöflunnar.62
Heimildir:
DI IX, bls. 312-313.
Nelson 1920, bls. 196-197 pl. III.
Ibid., trans.hist.soc., 1920, bls. 55.
Frásögur um fornaldarleifar 1983, bls. 464-465, 471.
Cheetham 1984, bls. 58, 132, 296.
Storð 1985, bls. 41, mynd bls. 40.
Niðurstöður
Alabasturstöflur sem varðveist hafa á íslandi hafa mikla sérstöðu þar
sem þær eru afar mikilvægur hlekkur til að aldursgreina aðrar töflur.
Sýnt hefur verið fram á að íslenskir kirkjumáldagar geta ákvarðað aldur
nokkurra þessara mynda mjög nákvæmlega. Einnig er athyglisvert hve
margar eru varðveittar í nær heilu lagi. Þær sýna bæði hvernig mynd-
efninu var upprunalega raðað saman og mjög ólíkan stíl og íkónógrafíu.
Kirkjumáldagar bera því vitni hve vel búnar helgigripum íslenskar
kirkjur voru á miðöldum. Tilvitnun í heimildir um enskt alabastur hér
að ofan sýnir að mikið hefur glatast.
Á íslandi hefur eyðilegging kirkjugripa við siðaskipti yfirleitt ekki
verið eins markvís og annars staðar í Evrópu og því er erfitt að vita hve
mikið var í raun eyðilagt en þó má ætla að það hafi einkum verið dýr-
lingamyndir. Vitað er að mikill fjöldi helgigripa var fluttur úr landi.
Hófst þessi útflutningur þegar á 16. öld og hélt síðan áfram til loka 19.
aldar. Síðast en ekki síst varð fjöldi kirkna eldinum að bráð, fuku eða
voru rifnar og glataðist þannig margur dýrgripurinn, þar á meðal
margar alabasturstöflur.
Mikilvægt væri því að reyna að skapa heildarmynd af afdrifum
íslenskra kirkjugripa eftir siðaskipti, einkum þeirra sem fluttir voru úr
landi. Rannsóknir á því eru nær engar og aðeins örfáir hlutir hafa verið
fluttir á ný til íslands.