Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stappi nærri fullri vissu að þetta mikla lag sé komið úr eldstöðvunum
vestan undir Leiðólfsfelli, enda eru þangað ekki nema tæpir 10 km. Víst
er að þessi aska ber einkenni þess að vera af sömu rótum runnin og
Skaftáreldar, en svo er hraunið, sem úr þessum eldstöðvum kom. Ég
hef áður haldið því fram (Jón Jónsson 1983, 1984, 1985) að þetta gos
hafi orðið á sögulegum tíma og sennilega snemma á 12. öld. Sú skoðun
er byggð á frásögn séra Jóns Steingrímssonar, sem áður er getið og nú
á afstöðu öskulaganna. Ut frá þessu sýndist ekki ólíklegt að öskufall
hefði grandað þeirri byggð, sem sagnir eru um að verið hafi norður af
Skaftártungu. Það mikið hefur öskufallið frá þessu gosi verið að svo
hlaut raunar að fara hefði byggð þarna verið.
Grafið í garðlagið
Til þess nú að gera sem minnst rót, tókum við þann kost að grafa um
80 cm breiða rás um garðlagið þvert. Kom við það í ljós það sem óvænt
var, nefnilega að garðlagið liggur ofan á þykka öskulaginu óhreyfðu og
að milli þess og hleðslunnar er aðeins örþunnt moldarlag. Af þessu er
ljóst að garðurinn hefur verið lagður nokkru eftir að gosið varð, og lík—
lega raunar talsvert síðar. Svo þykkt er öskulagið þarna að ætla má að
efni í garðinn hafi orðið að sækja á staði þar sem askan hafi skolast - eða
fokið af.
Niðurstöður
Niðurstaðan verður því sú að búseta þarna sé nokkru yngri en gosið
við Leiðólfsfell. Jafnframt þessu kom í ljós að gráa öskulagið liggur í
boga yfir hleðsluna í garðlaginu. Hefur því garðurinn verið fallinn, orð-
inn rúst, þegar það öskulag féll. Nú taldi Sigurður Þórarinsson (1981)
að þetta öskulag væri frá því „nálægt miðbiki 13. aldar“. Virðist búsetu
á þessum stað þá hafa verið lokið. Til þess að sannprófa þetta grófum
við inn í einn tóttarvegginn, en þar kom hið sama í ljós. Sé hinn áætlaði
aldur stóra öskulagsins nærri lagi, er svo að sjá sem byggð hafi haldist
þarna mjög skamman tíma og vart meira en rösklega 100 ár.
Rústir við Leiðólfsfell
f Landnámu (Einar Ól. Sveinsson 1948) segir að Leiðólfur kappi er
bjó að Á hafi átt annað bú „á Leiðólfsstöðum undir Leiðólfsfeili og var
þar þá margt bygða“. Af orðum Landnámu sýnist eðhlegt að draga þá
ályktun að þegar þetta var ritað, væntanlega á 13. öld, hafi ekki lengur