Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 134
138 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þarna skulu þau vera, elskulegir forngripir. Slíkar spurningar jafnvel þótt svarlausar verði, rífa okkur í það minnsta upp úr vanafarinu, leiða hugann að því að eitt sinn voru þessi brot, þessir bútar nútímaverk, gjörð af lifandi mönnum, sem tæplega hafa verið svo ólíkir okkur að við gætum ekki haft góðan skilning á hugarfari þeirra og geðslagi, að ég nú ekki tali um að merki þeirra verði reist jafn hátt og starfsbræðra þeirra er orðsins list stunduðu. Fyrr má nú vera blindan að sjá ekki að línusláttur Flatatungufjala, teinungasveifla Laufásstafa, drekabrugðn- ingar Valþjófsstaðarhurðar eða dýraívaf Hrafnagilsbúta er jafnoki kvæðahrynu eða sagnarispu frá sömu tíð. Nokkrum spurninganna hér að ofan hefur reyndar verið svarað. Til skamms tíma sameinuðust jafnt háir sem lágir í þeirri fullvissu að kenna verk þessi einum höfundi, kappanum Þórði hreðu. Auk þess velktist enginn í vafa um að úr skálum voru þau öll komin. Nú hafa menning- arsagnfræðingar samtíðarinnar að vísu leyst nafn Þórðar frá þessari skurðlist, séð með réttu að heiðinn hundur á borð við Hreðu gat með engu móti átt aðild að hárómanskri listsköpun. En skálinn varð aftur á móti lífseigari í vitund þeirra. Enn þann dag í dag má lesa í fræðiritum að skurðlistin í fornaldarsal sé úr veraldlegum húsum komin. Meira að segja fremstu listfræðingar innlendir eru undir þessa sök seldir. Kristján Eldjárn bjó Flatatungufjölum stað í skála, Selma Jónsdóttir Bjarnastaða- hlíðarfjölum og Björn Th. Björnsson Valþjófsstaðarhurðinni. Matthías Þórðarson kom þeirri sögu á kreik að Möðrufellsfjalir væru úr skála, í riti Arnheiðar Sigurðardóttur „Híbýlahættir á miðöldum" og í öðru bindi af Sögu íslands er Hrafnagilsskurðlist kynnt sem skálaviðir.1 Svo lengi hefur glýja rómantíkurinnar villt mönnum sýn, eins og enginn hafi skenkt því þanka að til hefðu verið kirkjur á íslandi, prýddar list. Ef til vill er hér full einhliða hermt frá málavöxtum. Kristján Eldjárn varpaði t.d. fyrstur manna fram þeirri tilgátu að Bjarnastaðahlíðarfjalir kynnu að hafa verið úr Hóladómkirkju og Magnús Már Lárusson sann- aði endanlega að Valþjófsstaðarhurðin var í upphafi fyrir kirkju.2 Norski listfræðingurinn Ellen Marie Mageroy, sem mest og best hefur skrifað um íslenskan tréskurð, benti t.d. fyrst manna á það á prenti að Hrafnagilsskurður hefði fullt eins vel getað liafa prýtt kirkju sem skála í upphafi, enda ekki öðru vön í sínu heimalandi, þar sem allur meiri- háttar miðaldaskurður er úr guðshúsum kominn.3 Um svipað leyti og athugasemd Ellen Marie birtist hafði ég orð á því í sjónvarpsþætti, sem sýndur var í tilefni Hólaíjalarfundar og Kristján Eldjárn hafði eftir mér í Árbókinni 1967, að Möðrufellsfjalir „þar með talin fjölin frá Hólum, væru leifar af gömlum kirkjuviðum... sennilega úr fornum timbur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.