Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 136
140
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
/. mynd. Þjms. 4997.
Greinilega er sagað af báðum endum íjalarinnar. Axarförin að ofan,
járnnaglarnir og trénaglafarið neðst til hægri sýna að fjölin hefur verið
notuð eftir að upprunalegt samhengi hennar var rofið. Pað er einnig
greinilegt af myndefninu, skurðinum cins og hann er nú, að þar er að-
eins brot af stærri heild.
Við skulum næst athuga bútana. Talað er um upp og niður, fram og
bakhlið, hægri og vinstri hlið frá sjónarmiði þess, sem horfir á þá í
2. mynd núverandi röð og stöðu. Fyrst verður fyrir okkur Þjms. 5365, 158,5 cm
langur og 11,0 cm breiður, þar sem liann er breiðastur og 13,5 cm
mesta þykkt. Hægri hlið er hrjúf og ójöfn og sýnir að þar hefur bútnum
verið flett á grófan hátt. Vinstri hlið er sléttskafin og á henni gróp, sem
gengur að ofan niður eftir henni miðri og endar út í ekki neitt 42 cm
ofan við neðri brún. Efst víkkar grópið allt í einu og fær aðra úrtaks-
lögun, er spor. Ekki verður nú séð hvar það hefur endað. Naglafar
gengur út frá því. Á þessari lilið er greinilegur vottur rauðrar málning-
ar. Á innri brún þessarar hliðar er spor sem fyllt hefur verið upp í með
trékubbum tveim, öðrum stórum hinum litlum. Sýnilega verk safn-
manns enda er safnnúmerið ritað á stærri kubbinn. Á bakhlið eru þrjú
spor við brúnir. Það efsta, sem er 26 cm frá brún, er 4 cm vítt, 2,8 cm
breitt og 1,6 cm djúpt. Ormjótt haft er milli þess og þess spors sem er
í framhaldi af grópinni á vinstri hlið. Annað er 11 cm neðar 3 cm vítt,
5 cm breitt og 0,7 cm djúpt. Járnnaglar fjórir cru negldir í bútinn þar
sem þctta spor endar. Stóra sporið 34 cnr ncðar nær innfyrir gróp á
vinstri hlið og er 9 cm vítt, 4,5 cm á breidd og jafn djúpt. Það neðsta
er 32,5 cm neðar og 3-3,8 cm vítt, 4 cm á breidd og 0,6 cm að dýpt.
Járnnaglaleifarnar eru þar eftir a.m.k. þrjá nagla.
4. mynd Þjms. 5367 er eins og fleygur í laginu, 159 cm langur 8,5 cm breiður
í annan endann og gengur út í ekki neitt, 11 crn þykkur þar sem þykk-
ast er. Hægri hlið er slétt og 24,5 cm frá neðri brún er spor 4,5 cm vítt,
8 cm breitt og 1,2 cm djúpt. Rauð málning er sýnileg á þessari hlið.
Þriðji flöturinn, því sneiðing er þríhyrningslaga, ber þess vitni að