Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 141
MEÐ DÝRUM KOST
145
mörgum prestssetrum og
stærri bæjum í lok 18.
aldar og í upphafi þeirrar
19. Pessi svefnhús eru
hins vegar að týna tölunni
í umfangsmikilli breyt-
ingu á húsakosti lands-
manna, sem fram fór á 19.
öld og með engu móti
má rugla saman við hina
fornu setaskála. Mál stof-
unnar er ekki gefið 1833
og henni ekki lýst, en
1755 liggur hún samsíða
hlaði, 4 stafgólf, það
innsta afþiljað með
dyrum. Sjálf er hún
alþiljuð með dyrum fyrir
framan með tveinr
rúmum, borði á stólum,
bckk og tveimur gler-
gluggum. Auk þessara
húsa er vert að benda á
baðstofuna. Hún er sjálf
■með heilum palli annars
vegar en götupalli hins
vegar með húsunr uppaf
til beggja enda. í syðra
húsinu, sem er afþiljað er
rúm, bekkir og glerglugg-
ar tveir. Um hin húsin er þarflaust að ræða í þessu samhengi. í útttekt-
arlýsingunum frá árunum 1881, 1860, 1839 og 1833 segir fátt um
útskurð eða húsaskraut nema að árið 1833 er í bæjardyrum beggja
megin skellidyra „standþil undir bita á aurstokk. Dyrnar eru með
úthöggnum stöfum (eignað Þórði hreðu)“.8 Því rneira fáum við að vita
árið 1755. Um stofuna er þess getið að dyr hennar séu „með úthöggn-
um dyrustöfum, tveimur þverfjölum og hornstykkjum... aðrar dyr inn
af stofunni með úthöggnum stöfum, þverfjöl yfir, hurð máluð... Rúm
fylgir stofunni með tveimur rúmstólpum, förvuðum, bríkum,
rúmstokk, skör málaðri yfir brúðarfjöl og þverfjölum við fremra rúms-
7. mynd. Ljósmyndir af þrcmur hliðum Þjrns. 1080.
10