Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Síða 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
timburútbrotakirkju á Hrafnagili og reisa nýja torf-
kirkju.20 Elstu lýsingu á timburkirkjunni er að finna
í vísitasíu Jóns biskups Vigfússonar frá árinu 1685:
„Kirkjan sjálf er af timbri byggð. Kórinn 3 stafgólf
með útbrotum og höggsperrum í hverju stafgólfi,
gamall og lasinn. Framkirkja 4 stafgólf og svo með
útbrotum, forbetruð af séra Þórarni að 4 stöplum
og nokkrum syllum einnig súð yfir útbrotum fyrir
18 árum, sem mjög er þó nú orðið ágengilegt. 12
stoðir við kirkjuna. Kirkjan víða opin og gisin og
lasin forkirkj ... er til 2 stafgólf rjáfurlaus en flatreft
með fúaljölum, fallin að segjast má.“21 Biskuparnir,
Einar Þorsteinsson og Steinn Jónsson segja aðeins
nánari deili á kirkju þessari í vísitasíum 1695 og
1718.22 Á því er ekki hinn minnsti vafi að á Hrafna-
gili hefur staðið miðalda stafverkskirkja í upphafi
18. aldar, illa farin af aldri, en sver sig í ætt við
samskonar hús á íslandi, sem til þekkjast af rit-
uðum heimildum.
Nú vill svo vel til að færa má rök fyrir því hvenær
guðshús þetta var reist. f Lárentiussögu er hermt
frá séra Jóni nokkrum Koðransyni, sem haldið
hafði Grenjaðarstað, en orðið að víkja fyrir Agli
Eyjólfssyni er varð seinna biskup á Hólum. Laur-
entius bætir skjólstæðingi sínum séra Jóni þetta
upp, með því eins og segir í sögunni að hann gaf
„honum staðarhluta að Hrafnagili, og þar með
prófastsdæmi um Eyjaíjörð og Dali til Varðgjár;
var hann hinn sæmiligasti klerkur." Síðan segir:
„Lét hann upp smíða kirkjuna að Hrafnagili með
dýrum kost, sem lengi mátti auðsýnast, ef henni
væri haldið."23 Tæpast fer á milli mála að mikið
hefur verið í þessa kirkju lagt, hún prýdd og fegruð
á allan hátt, sjálfsagt með tréskurði þar í bland, ef
að líkum lætur. Séra Jón er talinn hafa fengið
Hrafnagil 1326 og látinn er hann 1343.24 Eftir öllum
sólarmerkjum að dæma ætti þessi kirkja þá að hafa
staðið í um fjögurra alda skeið. Er hér of í lagt?
Magnús Már Lárusson hefur sýnt fram á að kirkja
á Valþjófsstað stóð í u.þ.b. sex aldir og mér telst
14. mynd. Tilraun til
framlengingar mytid-
efttis Þjms. 5365.