Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Side 149
MEÐ DÝRUM KOST
153
svo til að kirkja sú sem reist var eftir brunann í
Laufási 1258, hafi dugað í liðlega íjórar og hálfa
öld.25 Mið-Eyjafjörður og Fljótsdalshérað eruþurr-
viðrasamar sveitir líkt og innhéruð Noregs, þar
sem stafverkskirkjur hafa enst í átta aldir. Auk þess
er aðgætandi að kirkjur á þessum tíma voru
byggðar með úrvals frumskógarviði.
Fastlega má gera ráð fyrir því að skömmu fyrir
1727 sé forn stafverkskirkja, mjög sennilega prýdd
tréskurði, tekin niður á Hrafnagili og viðir hennar
notaðir að nýju eins og altítt var í jafn timbur-
snauðu landi og hér var löngum. Því miður ná
Hrafnagilsúttektir, sem einhver veigur er í, ekki
lengra aftur en til 1755. Samkvæmt mínum athug-
unum getur stofa sú er úttektin þetta ár dregur upp
mynd af, ekki verið mjög gömul. Stofugerð af því
tagi er með húsi innaf og rúmstæði eða -stæðum,
gagnstætt miðaldastofunni sem er eitt hús, sængur-
laús, með háborði við innri gafl, lágaborðunr við
báða veggi og er í notkun alveg fram á 17. öld.
Dönsku stofunnar sem Páll lögnraður Vídalín
nefnir svo, verður ekki vart neitt að ráði fyrr en
líða tekur á 17. öld.26 í Laufási leysir hún t.d. ekki
miðaldastofuna af hólmi fyrr en öðruhvoru megin
við aldamótin 1700 og í Saurbæ, í næsta nágrenni
við Hrafnagil, ekki fyrr en á árabilinu 1707 til
1726.27 Grunur minn er sá að séra Þorsteinn Ketils-
son, sem sat Hrafnagil þessi ár, mikilsmetinn
klerkur er Lúðvík Harboe vildi gera að biskupi,
hafi byggt upp stofuna á prestssetri sínu skömmu
eftir 1727 og notað í hana hina gömlu kirkjuviði,
auk þess sem hann, dugnaðarmaðurinn, hefur sjálf-
sagt hrcsst uppá fleiri hús staðarins með þeim sömu
viðum t.d. skálann, jafnvel byggt húsið suður af
baðstofu frá grunni einnig, en sú tíska er einmitt í
fullu gengi um þær mundir. í ljósi þess er nú hefur
sagt verið um stund skulunr við víkja aftur að sjálfu
skurðverki viðarbútanna frá Hrafnagili.
í því tilefni er reyndar við hæfi að geta þess að
Ellen Marie Mageroy er eini fræðimaðurinn, scnr
?5. mynd. Tilraun til
framkngingar mynd-
efnis Pjms. 5366 og
5367 ásamt áætlun um
upprunalega afstöðu
þeirra í milli.