Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1985, Page 150
154
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um skurðlist miðaldaleifanna frá Hrafnagili hefur
fjallað. í hinu mikla verki sínu „Planteornament-
ikken i islandsk treskurd" tekur hún til rannsóknar
stíl og stöðu þeirra í íslenskri listasögu og hugsan-
leg erlend áhrifatengsl. Ásamt Valþjófsstaðahurð-
inni telur hún Hrafnagilsskurð elsta vott róm-
anskrar listar á íslandi í tréskreytingu og setur hann
næst á eftir Flatatungufjölum. Nánar verður vikið
að niðurstöðum hennar síðar.28
mynd Vafningalaust held ég því fram að í fjölinni Þjms.
4997 sé kominn efri hluti úr dyraumgjörð miðalda
stafverkskirkju á borð við þær er enn má sjá
óskaddaðar í Noregi. Eins og þar, sjást þrjú grund-
vallarstef slíks uppdyris: dreki, ljón og vafteinung-
ur. Ljón tvö hverfast næstum samhverft hvort um
annað í miðju og bíta í vængjaða dreka, sem ein-
ungis sést efri hlutinn af. Hið þriðja, yst til hægri,
bítur í vængbrodd annars drekans. Um háls þess
síðastnefnda er brugðið einvafningi, sem vex út úr
öðrum stærri er gengur fyrst undir drekann en
síðan yfir hann og lendir annar framfótur ljónsins
þar á milli, en inni í stóra vafningnum sést í kló
drekans og bak við hann endaflipi stóra vafnings-
ins. Yst handan við þetta ljón sést enn á vafteinunga,
endahnút úr einum í tveim flipum, ávölum og odd-
hvössum, en neðar grillir í stærri sveig við ljóns-
búkinn sem nú er skemmdur. Annar cinvafningur
hefur svo gengið frá þeim sem undir og yfir drek-
ann sveiflast, inn að miðju og í gegnum búk annars
ljónsins samhverfa, en í liðamót vinstri framfótar
þcss sést utan við búkinn. Neðst og yst til vinstri
grillir á a.m.k. tvívafning. Fer sá stærri undir en sá
minm yfir drekann, sem þar er. Sveifla úr þeim
stærri gengur svo utan um háls vinstra miðhverfa
ljónsins og líklega grillir í fót drekans í milli vafn-
inganna. Afturfætur miðjuljónanna nema við drek-
ana utan og við efri brún myndramma, en ljóns-
skottið þar hringar sig upp í stílfærðu blaði. Á búka
drekanna eru grunnristar rákir í hrcisturlíki og
aðrar samsíða brúnum. Strikin í vængina eru ögn
16. mynd. Tilraun til
framlengingar mynd-
efnis Þjms. 4883.